10. september 1996 | Minningargreinar | 208 orð

MARGRÉT ÞORBJÖRG THORS

MARGRÉT ÞORBJÖRG THORS

Margrét Þorbjörg Thors Hallgrímsson fæddist í Reykjavík 22. apríl 1902. Hún lést 2. september síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Margrétar Þorbjargar Kristjánsdóttur frá Snæfellsnesi og Thors Jensens sem kom barnungur til verslunarstarfa á Íslandi og setti mark sitt á atvinnusögu þjóðarinnar á fyrri hluta þessarar aldar. Börn hans tóku upp ættarnafnið Thors. Thorssystkinin eru nú með Margréti Þorbjörgu öll fallin frá en þau voru: 1) Camilla Therese 1887­1968. 2) Richard 1888­1970. 3) Kjartan 1890­ 1971. 4) Ólafur (Tryggvason) 1892­1964. 5) Haukur 1896­ 1970. 6) Kristín 1899­1972. 7) Kristjana 1900­1989. 8) Margrét Þorbjörg 1902­1996. 9) Thor (Harald) 1902­1965. 10) Lorentz 1905­1970. 11) Louise Andrea 1906­1907. 12) (Louis) Hilmar 1908­1939. Margrét Þorbjörg giftist 17.11. 1928 Hallgrími Fr. Hallgrímssyni, forstjóra og aðalræðismanni (1905­1989), og áttu þau tvær dætur, Margréti Þóru sem er gift Björgólfi Guðmundssyni og Elínu Bentu sem er gift Ragnari Baldvini Guðmundssyni. Börn Margrétar Þóru: Örn Friðrik, býr á Seltjarnarnesi, Hallgrímur í Bandaríkjunum, Margrét féll frá árið 1989, Bentína býr í Reykjavík og Björgólfur Thor starfar í Rússlandi. Synir Elínu Bentu eru Thor Hallgrímur og Ragnar Baldvin, sem báðir eru búsettir og starfa í Frakklandi. Auk þeirra átti Margrét Þorbjörg átta barnabarnabörn. Útför Margrétar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.