15. mars 1989 | Innlendar fréttir | 144 orð

Haukur Óskarsson látinn

Haukur Óskarsson látinn HAUKUR Óskarsson hárskerameistari er látinn 74 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 5. janúar 1915, sonur hjónanna Óskars Árnasonar hárskerameistara og Guðnýjar Guðjónsdóttur.

Haukur Óskarsson látinn

HAUKUR Óskarsson hárskerameistari er látinn 74 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 5. janúar 1915, sonur hjónanna Óskars Árnasonar hárskerameistara og Guðnýjar Guðjónsdóttur.

Haukur nam rakaraiðn af föður sínum og tók við af honum starfrækslu elstu rakarastofu landsins við Kirkjuhvol í Reykjavík. Þá stofu stofnaði föðurafi Hauks, Árni Nikulásson, í upphafi aldarinnar.

Eftir stríð stundaði Haukur Óskarsson um tíma söngnám í Salzburg í Austurríki og lék meðalannars í Gullna hliðinu í uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur og í Marmara eftir Guðmundar Kamban í Þjóðleikhúsinu.

Haukur var þekktur knattspyrnumaður og lék m.a. fyrsta landsleik Íslands í knattspyrnu 1946. Hann tók mikinn þátt í félagsstarfi Knattspyrnufélagsins Víkings og gegndi trúnaðarstörfum innan raða þess.

Haukur Óskarsson var tvíkvæntur. Hann eignaðist tvo syni með fyrri eiginkonu sinni, Hafstein, sem er látinn, og Hauk, sem lifir föður sinn.

Haukur Óskarsson

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.