DIMITRIS SGOUROS Tónlist Jón Ásgeirsson Dimitris Sgouros verður átján ára 30. ágúst næstkomandi og á þegar að baki glæsilegan feril sem alþjóðlegur tónlistarmaður.

DIMITRIS SGOUROS Tónlist Jón Ásgeirsson Dimitris Sgouros verður átján ára 30. ágúst næstkomandi og á þegar að baki glæsilegan feril sem alþjóðlegur tónlistarmaður. Þráttfyrir að merkja megi á leik hans, einkum þegar fengist er við til finningaþrungnari verkin, að þessi ungi snillingur er stutt kominn í þeirri lífsreynslu, er fær merkingu í túlkun hvers listamanns, hefur hann margt annað til að bera, t.d. tækni og "múska litet", er verða mun honum drjúg lind til að ausa af og fá mun stórbrotnari svipmót, er honum eykst þroski og tilfinning.

Dimitris Sgouros er "virtúós" og það er aðeins tíminn sem mun gefa honum dýpri skilning á því sem hann er að fást við og þóhon um hafi verið sú þrautaganga fljótgengin, að ná þeirri tækni sem hann nú ræður yfir, þarf hannað lúta lögmálum mannlegs þroska til að öðlast tilfinningalegan skilning á þeim óræðu duldum, sem listin er ofin úr.

Á efnisskránni voru fjögur verk er spanna yfir lífdaga manna í tvær aldir og ári betur. Það er sérkennilegt að heyra ungan dreng hafa á valdi sínu það sem segja má að kristallast hafi í löngu og farsælu lífsstarfi snillinga einsog Bachs, Beethovens, Liszts og Schumanns. Fyrsta verkið á efnisskránni var Ítalski konsertinn eftir Bach. Þar mátti heyra hvernig hljómborðs- snillingur fínpúss ar af einstakri nákvæmni, þónokkuð mætti merkja að hann beitti athygli sinni að stíl og tónrænni byggingu verksins en gáði minna að hrynænu jafnvægi og músíkalskri túlkun. Annað verkið var Appassionata-sónatan eftir Beethoven og mátti heyra í því verki að enn á hinn ungi Sgouros eftir að kanna tilfinningadýpt þessa skáldverks en hann hefur þegar náð valdi á glæsilegri og erfiðri tónskipan þess. Kvöld tónarnir úr "Transcendante"æfingunum eftir Liszt voru feikna vel leiknir og margt í síðasta verkinu, sem voru Sinfónísku æfingarnar eftir Schumann. Eins og fyrr segir, er Sgouros "virtúós" og því vel nestaður til þeirrar leitar, sem aldrei tekur enda. Listin er eilíf en mannsævin stutt og því er gott að taka daginn snemma, svo sem Dimitri Sgouros hefur gert.