4. október 1996 | Menningarlíf | 176 orð

Sýning á bandvefnaði í Norræna húsinu

SÝNING á bandvefnaði verður opnuð í anddyri Norræna hússins, í dag föstudag 4. október kl. 17. Hér er um að ræða sýningu á ofnum böndum og lindum, sem finnska veflistakonan Barbro Gardberg hefur gert eftir fornum mynstrum frá Eystrasaltslöndum og þá einkum frá Eistlandi.
Sýning á bandvefnaði í Norræna húsinu

SÝNING á bandvefnaði verður opnuð í anddyri Norræna hússins, í dag föstudag 4. október kl. 17. Hér er um að ræða sýningu á ofnum böndum og lindum, sem finnska veflistakonan Barbro Gardberg hefur gert eftir fornum mynstrum frá Eystrasaltslöndum og þá einkum frá Eistlandi.

Í kynningu segir: "Barbro hefur á undanförnum árum átt gott samstarf við forverði og safnafólk í Eistlandi og hún hefur kynnt sér og rannsakað gamlar aðferðir sem notaðar voru við bandvefnaðinn. Hún hefur teiknað upp og endurskapað gömul myndstur sem meðal annars hafa fundist ið uppgröft í ævafornum grafreitgum í Eistlandi. Rannsóknir hennar hafa leitt í ljós að táknmálið og tæknin hefur verið hin sama á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndum.

Hún hefur haldið sýningar frá 1972 og kennt bandvefnað í meira en áratug, hún hefur einnig leiðbeint á mörgum námskeiðum á Norðurlöndum og haldið fyrirlestra. Barbro Gardberg hefur áður sýnt í Norræna húsinu, en þá sýndi hún m.a. glitvefnað.

Sýningin verður opin daglega frá kl. 9-19, nema sunnudaga kl. 12-19 og henni lýkur sunnudaginn 27. október.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.