30. mars 1989 | Innlendar fréttir | 133 orð

Helgi Ólafsson í 2. sæti í New York

Helgi Ólafsson í 2. sæti í New York HELGI Ólafsson varð í 2.-5. sæti í opna skákmótinu í New Yorksem lauk á þriðjudagskvöld, hálfum vinningi fyrir neðan bandarískastórmeistarann Federowicz. Margeir Pétursson varð í 6. sæti ásamt fleiri skákmönnum, hálfum...

Helgi Ólafsson í 2. sæti í New York

HELGI Ólafsson varð í 2.-5. sæti í opna skákmótinu í New Yorksem lauk á þriðjudagskvöld, hálfum vinningi fyrir neðan bandarískastórmeistarann Federowicz. Margeir Pétursson varð í 6. sæti ásamt fleiri skákmönnum, hálfum vinningi fyrir aftan Helga.

Fyrir síðustu umferð var Helgi í efsta sætinu ásamt þremur öðrum skákmönnum, Lobron frá Þýskalandi, Gúrevitsj frá Sovétríkjunum og Federowicz. Þessir skákmenn tefldu allir innbyrðis, og gerðu Helgi og Lobron jafntefli en Fed erowicz vann Gúrevitsj og endaði með 7 vinninga. Hinir enduðu með 6 vinning ásamt Gúlkó frá Bandaríkjunum.

Margeir gerði jafntefli við Ro manishin frá Sovétríkjunum í síðustu umferðinni og endaði með 6 vinninga. Jón L. Árnason og Karl Þorsteins enduðu báðir með 4 vinninga, en Hannes Hlífar Stefánsson fékk 3 vinning af 9 mögulegum.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.