30. mars 1989 | Forsíða | 173 orð

Leiðtogar múslima myrtir í Brussel: Morðin talin tengjast Söngvum Satans

Leiðtogar múslima myrtir í Brussel: Morðin talin tengjast Söngvum Satans Brussel. Reuter. ABDULLAH Al Ahdal, æðsti maður stærstu mosku Belgíu, og aðstoðarmaður hans, Salim Bahri, voru myrtir í bænahúsinu í Brussel í gær.

Leiðtogar múslima myrtir í Brussel: Morðin talin tengjast Söngvum Satans Brussel. Reuter.

ABDULLAH Al Ahdal, æðsti maður stærstu mosku Belgíu, og aðstoðarmaður hans, Salim Bahri, voru myrtir í bænahúsinu í Brussel í gær. Talið er að morðin tengist hófsömum ummælum Al Ahdals um Söngva Satans, bók enska rithöfundarins Salmans Rushdie, sem varð Ayatollah Ruhollah Khomeini, erkiklerki í Íran, tilefni til þess að hvetja múslima til þess að ráða Rushdie af dögum.

Talsmaður belgísku lögreglunnar sagði í gærkvöldi að bein tengsl virtust vera milli morðhótana, sem Al Ahdal hefðu borizt, eftir útvarps viðtal þar sem hann hefði fjallað hófsamlega um bók Rushdie og sagt að hótanir Khomeinis hefðu verið ætlaðar landsmönnum hans í Íran og úr takt við ríkjandi skoðanafrelsi í Evrópu.

Hafa að minnsta kosti 22 menn beðið bana í mótmælaaðgerðum í Indlandi og Pakistan vegna bókarinnar en talið var að morðin í Brussel kynnu að vera hin fyrstu í Evrópu, sem tengdust bókinni og hótunum í garð höfundarins.

Sjá "Myrtur vegna Söngva Satans?" á bls. 18.

Reuter

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.