Ríki Palestínumanna: Arafat útnefndur forseti Túnis. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), var í gær útnefndur forseti Palestínuríkis af framkvæmdastjórn samtakanna, að sögn Ahmeds Abderrahmans, talsmanns PLO.

Ríki Palestínumanna: Arafat útnefndur forseti Túnis. Reuter.

YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), var í gær útnefndur forseti Palestínuríkis af framkvæmdastjórn samtakanna, að sögn Ahmeds Abderrahmans, talsmanns PLO.

Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar þarf að hljóta staðfestingu miðstjórnar PLO, sem kemur saman í Túnis á morgun, föstudag. Talið var nær öruggt að miðstjórnin leggði blessun sína yfir útnefninguna. Abderrahman sagði að ef hún hlyti samþykki yrði Arafat forseti Palestínu unz lýðræðislegar kosningar gætu farið fram.

Þjóðarráð Palestínumanna (PNC) lýsti yfir stofnun Palestínuríkis á fundi í Algeirsborg í nóvember síðastliðnum.