Skiptikjarareikningar: Samanburðartímabilið máski lengt SEÐLABANKINN kannar nú hvort breyting á lögum um verðtryggingu hafi áhrif á skiptikjarareikninga í bönkum.

Skiptikjarareikningar: Samanburðartímabilið máski lengt

SEÐLABANKINN kannar nú hvort breyting á lögum um verðtryggingu hafi áhrif á skiptikjarareikninga í bönkum. Samkvæmt lögunum, sem nýlega hafa verið samþykkt, verður verðtrygging sparifjár og lánsfjár að vera til tveggja ára eða lengur. Undanskyldar eru þó sparifjárinnistæð ur, sem þó aðeins njóta verðtryggingar, séu þær bundnar í sex mánuði eða lengur. Heimildarákvæði er í lögunum fyrir Seðlabanka, að veita undanþágu til skemmri lágmarkstíma.

Lagabreyting þessi er samhljóða bráðabirgðalögum sem sett voru í maí á síðasta ári. Eiríkur Guðnason aðstoðarbankastjóri Seðlabankans sagði að í gildi væri undanþága fyrir skiptikjarareikninga frá tveggja ára viðmiðuninni gagnvart innlánum og ekki hefði verið tekin ákvörðunum hvort breyting yrði þar á.

Samanburðartímabil skiptikjarareikninga er nú 6 mánuðir, en þá er borin saman nafnvaxtaávöxtun og vísitölubinding og ber reikningurinn hærri vextina. Eiríkur sagði að m.a. væri verið að skoða hvort lengja ætti þetta samanburðartímabil.