Verkfall hjúkrunarfræðinga hefði alvarleg áhrif ­ segir forstjóri ríkisspítalanna DAVÍÐ Á. Gunnarsson forstjóri ríkisspítalanna segir að það hefði mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér ef Félagháskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga færi í boðað verkfall.

Verkfall hjúkrunarfræðinga hefði alvarleg áhrif ­ segir forstjóri ríkisspítalanna

DAVÍÐ Á. Gunnarsson forstjóri ríkisspítalanna segir að það hefði mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér ef Félagháskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga færi í boðað verkfall. Þá mætti einnig taka framað verkfall líffræðinga, innan Félags íslenskra náttúrufræðinga, kæmi fyrr niður á rekstri spítalanna þar sem það myndi draga úr rekstri Blóðbankans, sem aftur hefði þær afleiðingar að dregið yrði úr starfsemi á skurðstofum spítalanna.

"Við höfum kannað nokkuð afleiðingar af verkfalli hjúkrunarfræðinganna. Þess ber að geta að neyðarþjónusta mun ekki leggjast niður þarsem samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er hjúkrunarfræðingunum skylt aðhalda uppi neyðarþjónustu," segir Davíð Á. Gunnarsson.

Davíð segir að þar sem neyðarþjónusta verði áfram mun ástandið ekki verða jafnalvarlegt strax og það var, er spítalarnir lentu í hópuppsögnum hjúkrunarfræðinga fyrir tveimur árum. Davíð sagði að þótt enn væri ekki farið að huga að slíku yrði fljótlega farið að huga að neyðaráætlun innan ríkisspítalanna til að mæta afleiðingum verkfallsins ef til þess kæmi.