American Airlines: Hafa keypt 260 þotur á rúmum mánuði New York. Reuter.

American Airlines: Hafa keypt 260 þotur á rúmum mánuði New York. Reuter.

AMERICAN Airlines flugfélagið skrifaði í fyrri viku undir samninga um smíði 110 nýrra farþegaflugvéla og hefur því keypt 260 farþegaþotur fyrir um 645 milljarða íslenzkra króna það sem af er ári.

American samdi um kaup á 75 þotum af gerðinni Fokker-F-100 og tryggði sér forkaupsrétt á 75 til viðbótar. Er um að ræða 95 sæta flugvélar til notkunar á mjög stuttum flugleiðum. Samningurinn er sá stærsti sem hollenzku flugvélaverksmiðjurnar hafa fengið. Verðmæti samningsins mun nema þremur milljörðum dollara eða nær 160 milljörðum íslenzkra króna.

Þá keypti American 35 þotur af Boeing-verksmiðjunum, 25 af gerðinni Boeing 757-200 og 10 langdrægar 767-300 þotur fyrir um 115 milljarða króna.

Í byrjun febrúar sl. samdi American um smíði á 150 þotum af McDonnell Douglas-flugvélaverk smiðjunum að verðmæti um sjö milljarðar dollara, eða jafnvirði 370 milljarða ísl. króna. Því mun láta nærri að American hafi samið um smíði nýrra flugvéla fyrir um 645 milljarða íslenzkra króna á rúmum mánuði.

Í flugflota American Airlines eru nú 480 farþegaþotur og er áætlaðað þær verði orðnar á sjöunda hundrað árið 1991.

Á þriðjudag tilkynnti svo flugfélagið Trans World Airlines (TWA) að það hefði samið um smíði á 20 tveggja hreyfla breiðþotum af gerðinni Airbus A330-300 og tryggt sér kauprétt að 20 til viðbótar. Er samningurinn að verðmæti 3,6 milljarða dollara eða jafnvirði 191 milljarðs ísl. króna. Þoturnar verða 300 sæta og notaðar á helztu flugleiðum félagsins í Bandaríkjunum og til Evrópu. Samningurinn er talinn mikill sigur fyrir Airbus-verk smiðjurnar.

Reuter