Ungverjaland: Gröf Nagys fundin? Búdapest. Reuter. SÉRFRÆÐINGAR telja að þeir hafi fundið lík Imre Nag ys, forsætisráðherra Ungverjalands 1953-55.

Ungverjaland: Gröf Nagys fundin? Búdapest. Reuter.

SÉRFRÆÐINGAR telja að þeir hafi fundið lík Imre Nag ys, forsætisráðherra Ungverjalands 1953-55. Í uppreisninni gegn sovésku valdi, Varsjárbandalaginu og einræði kommúnista 1956 handtóku Sovétmenn hann fyrir að hvetja til úrsagnar Ungverjalands úr Varsjárbandalaginu. Árið 1958 var hann dæmdur fyrir landráð og tekinn af lífi. Líkgrafarar fundu líkkistu í ómerktri gröf í kirkjugarði í Búdapest. "Við getum ekki staðfest að þetta sé lík Nagys fyrr en læknar hafa rannsakað það," sagði Borics Gyula, talsmaður dómsmálaráðuneytisins.

Belgía:

Martens vill

starfa hjá EB

Brussel. Reuter.

WILFRED Martens, forsætisráðherra Belgíu, gaf í skyn í gær að hann hygðist bjóða sig fram til valdamikils embættis innan Evrópubandalagsins þegar innri markaður þess kemst á laggirnar árið 1992. Þetta kom framí viðtali við hann í belgíska dagblaðinu Le Soir.

Martens

Barentshaf:

Ónýtanleg

olía

Ósló. Reuter.

TALSMENN Shell-olíufélags ins sögðu í gær að rannsóknir hefðu leitt í ljós að olía sem fannst fyrir skömmu í Barentshafi væri ekki nýtanleg. "Rann sóknirnar hafa gefið okkur mikilvægar vísbendingar en olían sem fannst á þessu svæði er ekki nýtanleg," sagði Terje Jonassen, talsmaður Shell. Jarðfræðingar segja að í Barentshafi geti verið að finna einhverjar stærstu olíulindir sem þekkjast. "Við erum ekki vonsviknir því þrátt fyrir allt þá fundum við fyrstir allra olíu í Barentshafi og einungis sú staðreynd að olía er á þessu svæði er hvetjandi," sagði Jonassen.

Vilja brenna

lík Maós

BRENNA á smurt lík Maó Tsetungs, fyrrum Kína leiðtoga, og nýta grafhýsi hans í Peking til þarfari hluta, er niðurstaða ráðgjafanefndar kínverska þingsins. "Þetta er í fyrsta sinn sem nokkur vogar sér að mæla með því að lík Maós verði brennt," sagði einn nefndarmanna, Huang Yongyu.

Maó