Garðabær: Hundaeign óbreytt síðustu þrjú ár SKRÁÐUM hundum hefur fækkað um tvo í Garðabæ miðað við sama tíma í fyrra og útköllum vegna kvartana undan hundum voru 9 færri á síðasta ári en árið á undan.

Garðabær: Hundaeign óbreytt síðustu þrjú ár

SKRÁÐUM hundum hefur fækkað um tvo í Garðabæ miðað við sama tíma í fyrra og útköllum vegna kvartana undan hundum voru 9 færri á síðasta ári en árið á undan. Afskipti voru höfð af 26 hundum áárinu en af 36 árinu áður. Virðist sem fjöldi hunda hafi haldist nær óbreyttur undanfarin þrjú ár.

Í skýrslu hundaeftirlitsmanns í Garðabæ fyrir árið 1988 kemur ennfremur framað 1. janúar 1989 voru 212 hundar á skrá í Garðabæ en 32 ný hundaleyfi voru veitt á árinu, 4 færri en árið á undan. Oftar en þrisvar þurfti að hafa afskipti af sama hundinum og var einum þeirra lóað. Í fimm tilvikum var eftirlitsmaður kallaður út vegna aðkomuhunda.

Kvartanir sem berast eru yfirleitt vegna ónæðis vegna lausra hunda og hefur færst í vöxt að kvartað sé undan hundi nágrannans, sem hleypt er út eftirlislausum tilað gera þarfir sínar, sem gjarnan vill þá verða í garði nágrannans. Virðist sem sífellt þurfi að ítreka að ekki verði við það unað að hundaeigendur láti það afskipt. Ef slíkt kemur fyrir ber þeim að þrífa eftir hundinn.

Gjald vegna töku hunds er nú kr. 1.200 fyrir fyrsta sinn, kr. 2.400 fyrir annað sinn og 3.600 fyrir það þriðja.

Um 95% hundaeigenda hafa gert skil á leyfisgjöldum fyrir árið 1989.