Ritröð AB: Saga mannkyns FEBRÚARBÓK Bókaklúbbs AB var 2. bindi hinnar miklu mannkynssögu AB. Eru þá komin út ellefu bindi í ritröðinni en samtals verða þau fimmtán.

Ritröð AB: Saga mannkyns

FEBRÚARBÓK Bókaklúbbs AB var 2. bindi hinnar miklu mannkynssögu AB. Eru þá komin út ellefu bindi í ritröðinni en samtals verða þau fimmtán.

Þetta bindi tekur yfir tímabilið 1200-200 fyrir Krist - þúsund ára breytingarskeið í ævi mannkynsins, segir í frétt frá AB.

Þá skiptir um frá bronsöld til járnaldar. Bindið einskorðar sig við svæðið norðan við miðbaug jarðar frá Kyrrahafi (Kína) vestur að Atlantshafi (Róm).

Þetta er tímabil stórríkj anna í Kína, Indlandi, MiðAusturlöndum. Þau eru að myndast og mótast, aukast að menningu, vinna að útbreiðslu hennar og að meiri menningarlegri einingu.

Einveldi er einkennandi stjórnarfyrirkomulag þessara tíma. Um lýðræði var hvergi að tala nema í Aþenu.

Hámenning er í mótun og tekur þá stefnu sem hefur haft úrslitaáhrif fyrir menninguna í heiminum.

Gísli Jónsson íslenskaði bókina. Setning og filmuvinna: Prentsmiðjand Oddi hf. Prentun og bókband: Brepols, Belgíu.