Útför Finnboga Rúts Valdemarssonar Morgunblaðið/Árni Sæberg Útför Finnboga Rúts Valdemarssonar var gerð frá Kópavogskirkju í gær. Fyrir athöfnina lék Hornaflokkur Kópavogs fyrir utan kirkjuna.

Útför Finnboga Rúts Valdemarssonar Morgunblaðið/Árni Sæberg Útför Finnboga Rúts Valdemarssonar var gerð frá Kópavogskirkju í gær. Fyrir athöfnina lék Hornaflokkur Kópavogs fyrir utan kirkjuna. Við athöfnina söng Skólakór Kópavogs lögin Kópavogsbæ og Maístjörnuna og Ljóðakórinn söng sálma. Einsöngvari var Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Guðný Guðmundsdóttir lék á fiðlu. Orgelleikari var Marteinn H. Friðriksson. Kistuna báru Heiðrún Sverrisdóttir, Heimir Pálsson, Kristján Guðmundsson, Skúli Sigurgrímsson, Bragi Michaelsson, Ríkharð Björgvinsson, Guðmundur Oddsson og Hulda Finnbogadóttir. Bæjarstjórn Kópavogs kostaði útförina, í virðingarskyni við hinn látna heiðursborgara Kópavogs.