Bretland: Kennarar í andstöðu við stjórnina St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannsyni, fréttaritara Morgunblaðsins.

Bretland: Kennarar í andstöðu við stjórnina St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannsyni, fréttaritara Morgunblaðsins.

BRESKA kennarasambandið (NUT), lýsti yfir um helgina á ársfundi sínum að það myndi grípa til verkfalla gegn tillögum stjórnvaldatilað leysa úr kennaraskortinum. Í síðustu viku lýsti Margaret Thatcher forsætisráðherra, því yfir að háskólakennarar ættu að standa við starfssamning sinn.

Kenneth Baker, menntamálaráðherra, beitti sér fyrir því að leyst yrði úr kennaraskortinum í landinu með þeim hætti að fólk með háskólamenntun gengi beint inn í kennslustörf og kenndi undir handleiðslu fyrsta árið, en þyrfti ekki að setjast á ársnám í kennslufræðum. Þessi tillaga var samþykkt á þingi og kemur til framkvæmda í haust.

Kennarasambandið NUT er stærsta samband kennara í landinu. Það mælti gegn því að þessi tillaga kæmi til framkvæmda á komandi hausti. Talsmenn kennara sögðu að félagsmenn vildu ekki starfa með slíkum kennurum. Þeir væru reiðubúnir að brjóta starfsskyldur sínar og leggja niður vinnu.

Háskólakennarar hafa neitað aðleggja próf fyrir nemendur sína og gefa þeim einkunnir frá því í janúar. Til þessara aðgerða var gripið þá vegna óánægju með launakjör. Kennarar í öllum háskólum taka þátt í þessum aðgerðum nema í háskólanum í St. Andrews vegna þess að yfirvöld þar ákváðu aðleggja fram samningstilboð við starfsmenn sína, sem aðrir háskólar treystu sér ekki til að gera.

Áhyggjur aukast nú vegna þeirra, sem eiga að útskrifast. Verið er að gera ráðstafanir til að þeir geti horfið frá skólunum með eðlilegum hætti.

Í síðustu viku hvatti Thatcher til þess að háskólayfirvöld létu kennara standa við skyldur sínar. Það er óbein beiðni um að þeir kennarar, sem neita að prófa nemendur sína, verði reknir.

Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir í stærsta stéttarfélagi háskólakennara, sem þriðjungur þeirra á aðild að, um hvort grípa eigi til frekari aðgerða. Henni lýkur í apríl.

Reuter