Stokkhólmur: Myrtur vegna Söngva Satans? Stokkhólmi. Frá Claes von Hofsten, fréttaritara Morgunblaðsins.

Stokkhólmur: Myrtur vegna Söngva Satans? Stokkhólmi. Frá Claes von Hofsten, fréttaritara Morgunblaðsins. Aðfararnótt miðvikudagsins var framið morð í Stokkhólmi og er ekki talið útilokað, að það tengist morðhótunum múslima vegna bókarinnar "Söngva Satans" eftir Salman Rushdie. Var sá myrti nágranni pakistansks rithöfundar, sem vinnur að þýðingu bókarinnar á urdu, ríkis málið í Pakistan.

Lögreglan hefur enga hugmyndum hvers vegna maðurinn var myrtur og því hafa vaknað grunsemdir um, að rithöfundurinn Yousaf Jhel umi hafi í raun átt að vera fórnarlambið. Hann hefur hins vegar farið huldu höfði í mánuð vegna dauða hótana, sem honumm hafa borist.

Hinn myrti er Malasíumaður, sem lengi hefur búið í Svíþjóð. Var hann nýkominn heim af kvöldvakt og var að gera við bílinn sinn þegar hann var stunginn í bakið stórum hnífi. Engu var rænt, hvorki pen ingaveskinu né öðru verðmæti, og því þykir ólíklegt, að maðurinn hafi verið myrtur til fjár.

Enginn varð var við morðingjann og á fortíð hins virðist hvorki vera blettur né hrukka. Lögreglunni þykir því trúlegt, að morðinginn hafi farið mannavillt.

Reuter