30. mars 1989 | Innlendar fréttir | 122 orð

Flak Mariönnu Danielsen: Frestur er til 15. apríl Grindavík.

Flak Mariönnu Danielsen: Frestur er til 15. apríl Grindavík. BÆJARSTJÓRN Grindavíkur ákvað nýlega á fundi sínum að auglýsa frest á að fjarlægja flak Mariönnu Danielsen af strandstað við Hópsnes í Grindavík. Frestur verður gefinn til 15. apríl að fjarlægja...

Flak Mariönnu Danielsen: Frestur er til 15. apríl Grindavík.

BÆJARSTJÓRN Grindavíkur ákvað nýlega á fundi sínum að auglýsa frest á að fjarlægja flak Mariönnu Danielsen af strandstað við Hópsnes í Grindavík. Frestur verður gefinn til 15. apríl að fjarlægja flakið. Að öðrum kosti mun flakið verða fjarlægt á kostnað þeirra sem ábyrgð bera á því.

Lyngholt sf. í Vogum keypti skipið, þar sem það er á strandstað og í bígerð er að ná skipinu á flot þann 8. apríl næstkomandi en þá verður stór straumur.

Kunnugir segja að næsta stóra flóð verði ekki fyrr en í haust, þannig að ef takast áað ná skipinu á flot, munu vera síðustu forvöð að gera það á þessum tíma.

­ FÓ.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.