30. mars 1989 | Innlendar fréttir | 109 orð

Flestir vilja tvö flugfélög í millilandaflugi

Flestir vilja tvö flugfélög í millilandaflugi UM 80% Íslendinga telja æskilegt að tvö flugfélög í millilandaflugi séu starfandi í landinu. Þetta kom fram í skoðanakönnun sem Gallup á Íslandi gerði fyrir Arnarflug í síðustu viku.

Flestir vilja tvö flugfélög í millilandaflugi

UM 80% Íslendinga telja æskilegt að tvö flugfélög í millilandaflugi séu starfandi í landinu. Þetta kom fram í skoðanakönnun sem Gallup á Íslandi gerði fyrir Arnarflug í síðustu viku.

Spurt var hvort viðkomandi teldi æskilegt eða óæskilegt að starfandi væru tvö íslensk flugfélög í utanlandsflugi. Í úrtakinu voru 624, og af þeim svöruðu 620 þessari spurningu eða 99,4%. Æskilegt sagði 491 eða 79,2%. Óæskilegt sögðu 82 eða 13,2% en 47, eða 7,6%, voru óákveðnir eða svöruðu ekki.

Spurningin var liður í víðtækari skoðanakönnun sem Gallup á Íslandi gerði í síðustu viku, og var hluti af könnuninni gerður að beiðni Arnarflugs.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.