Þorlákshöfn: Meitillinn hf. hefur vinnslu Þorlákshöfn. MEITILLINN mun hefja vinnslu í frystihúsi sínu í dag, fimmtudag. Enginn fiskur hefur komið í sal frystihússins síðan fyrir áramót er rekstrinum var hætt og fjölda fólks sagt upp störfum.

Þorlákshöfn: Meitillinn hf. hefur vinnslu Þorlákshöfn.

MEITILLINN mun hefja vinnslu í frystihúsi sínu í dag, fimmtudag. Enginn fiskur hefur komið í sal frystihússins síðan fyrir áramót er rekstrinum var hætt og fjölda fólks sagt upp störfum.

Ævarr Ingi Agnarsson, yfirverkstjóri, sagði að ekki yrði unnið á fullum afköstum til að byrja með og aðeins yrðu teknar fáar tegundir, eða þær sem hagkvæmast er að vinna. Togarinn Jón Vídalín kominn í gær með 170 tonn, mest þorskur.

Búið er að ráða um 30 konur í salinn og enginn hörgull virðist vera á fólki.

Ævarr sagði einnig að sá almenni misskilningur hefði ríkt að Meitillinn hefði alveg verið lokaður og enginn rekstur. Alls hefðu um 70 manns verið á launaskrá hjá þeim að undanförnu sem starfað hefðu á og í kringum togarana, saltfiskverkunina og svo skrifstofufólk.

Varðandi sameiningu við Gletting þá eru þau mál í stöðugri vinnsluog reyndar alveg frágengin að öðru leyti en því að svar vantar frá stjórnvöldum varðandi fyrirgreiðslu til Meitilsins.

­ J.H.S.