Athugasemd BJÖRN S.

Athugasemd

BJÖRN S. Lárusson, Selfossi, hefur beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi vegna greinar Bjarna Sigtryggssonar, "Var helmingur nýrra hótela óþarfur":

"Það er rétt hjá Bjarna að ég átti í miklum barningi við að fá ríkið tilað kosta gerð könnunarinnar vegna áhugaleysis og ekki síst vegna þessað menn gerðu einfaldlega ekki ráðfyrir því, að mér tækist þetta. Þegar könnunin var komin vel af stað fékk Óli Þ. Guðbjartsson alþingismaður áhuga á henni og fékk samþykkta fjárveitingu í fjárveitinganefnd fyrir stofnkostnaði. Þess má geta, að Óli er þingmaður Sunnlendinga og ferðaþjónusta er að verða ein mikilvægasta atvinnugreinin á Suðurlandi. Nú er það spurning hvort menn vilja halda verkinu áfram."