Auglýsingar Almannatengsl og markaðsrannsóknir nýir áhersluþættir Rætt við forsvarsmenn Sameinuðu auglýsingastofunnar sem varð til um áramótin með samruna þriggja auglýsingastofa AUGLÝSINGAMARKAÐURINN hefur gengið í gegnum umbreytin gatíma síðustu...

Auglýsingar Almannatengsl og markaðsrannsóknir nýir áhersluþættir Rætt við forsvarsmenn Sameinuðu auglýsingastofunnar sem varð til um áramótin með samruna þriggja auglýsingastofa

AUGLÝSINGAMARKAÐURINN hefur gengið í gegnum umbreytin gatíma síðustu misseri, og raunverulega er ekki séð fyrir endann á þeirri þróun ennþá. Ástæðurnar eru umrót í fjölmiðlaheiminum, auknar kröfur auglýsenda um alhliða þjónustu og markvissa ráðstöfun auglýsingafjármuna ásamt því að niðursveifla í efnahagslífinu setur óhjákvæmilega mark sitt á greinina. Þessum nýju viðhorfum leitast auglýsingastofurnar viðað mæta með breyttum áherslum í rekstri og hagræðingu sem lýsir sér ekki síst í sameiningu auglýsingastofa. Nýjasta afsprengi slíks samruna er Sameinaða auglýsingastofan hf. sem varð til um áramótin með sameiningu Gylmis, Kynningarþjónustunnar og Striks. Sameinaða auglýsingastofan er þannig á þiðja starfsmánuði og mótunarskeiðið því senn að baki um leið og stofunni hefur bæst mikilsverður liðsauki, þar sem er Vilhelm G. Kristinsson. Hann er einn af upphaflegum stofnendum Kynningarþjónustunnar og hverfur nú frá Stöð 2 til að taka við nýju hlutverki hjá Sameinuðu auglýsingastofunni.

"Sameining þessara þriggja auglýsingastofa sem að Sameinuðu auglýsingastofunni standa, átti sér auðvitað talsvert langan aðdraganda," segir Magnús Bjarnfreðsson, framkvæmdastjóri stofunnar í samtali. "Það eru nokkrir mánuðir frá því að forsvarsmenn þessara stofa fóru að stinga saman nefjum til að reyna að gera sér grein fyrir hvað gæti áunnist með sameiningu þeirra. Þetta var talsvert rótttækt stökk fyrir þær allar. Hér voru á ferð 3 auglýsingastofur sem allar fengust við að veita alhliða þjónustu en voru um leið talsvert frábrugðnar. Gylmir var og í hópi stærri stofa hérlendis, Kynning arþjónustan miðlungsstór en Strik í hópi hinna smærri. Allar voru þær með teiknistofur en að öðru leyti með nokkuð mismunandi áherslur. Styrkur Kynningarþjónustunnar var ef til vill mestur á sviði almannatengsla og kynningarstarfsemi, enda upphaflegt starfsvið hennar, en Gylmir aftur á móti með langa reynslu á sviði markaðsráðgjafar. Styrkleiki Striks var hins vegar mjög góð hönnunarvinna. Með því að sameina kraftana þótti mönnum því sem ná mætti saman mun breiðari og víðtækari þekkingu á mörgum sviðum auk mun hagkvæmari rekstrareiningu, því að miðað við sameinaða veltu stofanna þriggja á síðasta ári er Sameinaða auglýsingastofan fjórða í röðinni af stærstu auglýs ingafyrirtækjunum hér á landi."

Hagstæð samsetning viðskiptamannahóps

Vilhelm G. Kristinsson segir að enn einn þátturinn sem hafi stuðlað að sameiningu stofanna þriggja hafi verið samsetning viðskiptamannahóps þeirra. "Það kom í ljós að við skiptamannahópurinn skaraðist svolítið að þarna urðu nánast engir árekstrar á milli heldur var þarna miklu fremur um mjög trausta og heppilega blöndu af viðskiptamönnum að ræða. Í viðskiptamannahópn um eru bæði opinberir aðilar, stór einkafyrirtæki á samkeppnismarkaði og síðan stór hagsmunasamtök, svoað breiddin er mikil. Sameiningin hefur af þessum sökum ekki komið neinu róti á viðskiptamannahóp okkar, eins og stundum vill verða við samruna af þessu tagi þegar skörun viðskiptamanna er mikil."

Þeir Magnús og Vilhelm eru sammála um að sameiningin hafi þegar leitt af sér umtalsverða hagræðingu á þessum tveimur og hálfum mánuði sem Sameinaða auglýsingastofan hefur starfað. Starfsmenn allra þriggja stofanna voru liðlega 20 talsins þegar mest var, en nú starfa 15 manns hjá stofunni með sömu afköstum og áður. Engin stofanna þriggja var þó í nægilega stóru húsnæði fyrir til að hýsa starfsemina eftir sameininguna, svo að Sameinaða auglýsingastofan flutti strax um áramótin í nýtt húsnæði að Síðumúla 15, þarsem hún hefur alls um 400 ferm. til umráða. Verkaskipting milli manna er þannig að Magnús Bjarnfreðsson er framkvæmdastjóri og hefur með höndum daglegan rekstur, en við hlið hans starfar fjármálastjórinn Kristjana Magnúsdóttir. Hönnunar stjórar eru þrír, þau Ottó Ólafsson, Guðrún Þórisdóttir og Logi Halldórsson, en yfirumsjón með markaðsráðgjöf stofunnar hefur síðan Bjarni Grímsson. Þá er nú verið að taka í notkun innan stofunnar nýtt verk bókhaldskerfi sem ætlað er að halda nákvæmalega utan um verkefnin sem verið er að vinna á vegum stofunnar. Samhliða því er tekið upp mjög stangt innra eftirlit sem á að tryggja að þær áætlanir sem stofan gerir fyrir viðskiptamenn sína standist námkvæmlega, og verður verk bókhaldskerfinu óspart beitt til að grípa til nauðsynlegra ráðstafana, þyki mönnum sem verkáætlanir séu að fara úr böndunum. Það verður í verkahring Vilhelms G. Kristinssonar að halda utan um verkbókhaldið, jafnframt því sem hann verður þjónustustjóri stofunnar.

Nýja áherslur

"Það liggur hins vegar einnig fyrir," segja þeir forsvarsmenn Sameinuðu auglýsingastofunnar, "að í framtíðinni ætlum við að efla mjög almannatengslaþáttinn í starfseminni og einnig markaðsráðgjöfina. Einnig mun stofan í auknum mæli bjóða upp á námskeiðahald en hér innan dyra er að finna mikla reynslu í margs konar upplýsinganámskeið um varðandi fjölmiðlun og atvinnulífið. Þar á meðal má nefna námskeið í samskiptum við fjölmiðla, sem lengst af var haldið í samvinnu við Stjórnunarfélagið en nú stendur tilað leggja aukna áherslu á einka námsskeið af þessu tagi fyrir forsvarsmenn fyrirtækja, þar sem m.a. verður kennd framkoma í sjónvarpi og fleira af því tagi.

Forsvarsmenn Sameinuðu auglýsingastofunnar draga enga dul á að auglýsingamarkaðurinn er nú erfiðari en oftast áður. "Bæði kemur þartil almennur samdráttur í þjóðfélaginu en ekki síður að með fjölmiðla byltingunni hefur orðið ákveðið upphlaup á þessum auglýsingamarkaði. Þetta hefur m.a. lýst sér í því að forsvarsmenn fyrirtækja hafa talið sér hag í því að ganga beint til samninga við fjölmiðlanna og þar með fara framhjá auglýsingastofunum tilað spara sér kostnað sem því er samfara. Þetta ástand mun vafalaust vara enn um sinn en gengur yfir, því að reynslan erlendis frá sýnir að til lengri tíma litið borgar sig að láta auglýsingastofurnar sem sérhæfða aðila annast þessa þjónustu. Menn mun spyrja sig í auknum mæli: Hversvegna að spara 10 eða 15% með þvíað losna við auglýsingastofuna, ef enginn trygging er fyrir því að hinum 90% sé rétt varið, segir Magnús."

Framtíðin

Þeir Magnús, Vilhelm og Ottó Ólafsson, sem jafnframt er stjórnarformaður auglýsingastofunnar , segja heldur engan vafa á því að fyrrnefnd þróun hafi ýtt undir sam einingaröldu þá sem auglýsingastofurnar hafa gengið í gegnum undanfarið. "Það má ætla að hér verði starfandi þegar fram í sækir 4-5 tiltölulega stórar stofur sem veita munu mjög víðtæka þjónustu. Það var hins vegar alltaf þörf fyrir smáar stofur, einyrkjastofur sem sinna munu einstaklingum og litlum fyrirtækjum, sem þurfa ódýra þjónustuog fá hana framkvæmda fljótt og vel, en slíkum stofum er hins vegar um megn að veita stórum fyrirtækjum þá þjónustu sem þau krefjast. Þess vegna má ætla að það séu minni millistofurnar og stærri litlu stofurnar sem hættast er í þessum umróti er nú ríkir."

En hvernig sjá þeir félagarnir auglýsingamarkaðinn eiga eftir að þróast þegar umbreytingaskeiðið gengur yfir og jafnvægi kemst á að nýju? "Það er enginn vafi á því að auglýsingastofurnar munu verða að mæta auknum kröfum viðskiptamanna sinna með nýjum áherslum í rekstri," svarar Ottó Ólafsson. "Aug lýsingagerðin verður auðvitað eftirsem áður veigamikill þáttur í starfsemi stofanna en jafnframt er fyrirsjáanlegt að almenningstengsl og markaðsráðgjöf eiga eftir að stóraukast vegna þess að fyrirtækin, auglýsendurnir, munu í vaxandi mæli vilja geta sótt slíka heildarlausn kynningar- og markaðsmála á einn og sama stað. Í þessu efni tel ég að þessi stofa standi vel að vígi, því að innan hennar eru þeir Kynningar þjónustumenn sem einmitt hafa mikla reynslu á sviði almannatengsla, og hins vegar Gylmir sem einmitt lagði jafnan mikla áherslu á markaðsráðgjöf. Það er ljóst að markaðskannanir eiga eftir að verða miklu ríkari þáttur í starfsemi auglýsingastofu á borð við þessa heldur en verið hefur. Fyrirtækin munu vilja geta leitað til stofu sinnar og fengið hana til að finna út hvort einhver tiltekin vara eigi hljómgrunn eða ekki - og fá hjá henni raunhæf svör, jafnvel á þá lund að hætt skuli við markaðssetningu á vöru, sem þýðir um leið að stofan verður af auglýsingunum."

Ottó nefndi raunverulegt dæmi um ráðgjöf af þessu tagi. Þekkt hús gagnafyrirtæki hafði lengi haft á boðstólum skrifstofustól, sem ekki hafði verið gert ýkja mikið fyrir, en fyrirtækið taldi nú ástæðu til aðleggja meiri rækt við. Auglýsingastofan kannaði hvort markhópurinn mæti séreiginleika þessarar tegundar nægilega mikils til að kostnaður við auglýsingaherferð skilaði sér með aukinni sölu. Einnig var kannað hvort einhver stóll væri á markaðinum svo fyrirferðamikill að ekki svaraði kostnaði fyrir annan að komast þar að. Einmitt það kom á daginn og húsgagnaframleiðandanum var því ráðið frá því að eyða fjármunum og fyrirhöfn í að auglýsa stólinn, því kostnaðurinn yrði svo mikill að betra væri að verja peningunum í annað.

"Kannanir af þessu tagi geta auðvitað verið mismunandi viðamiklar, allt eftir eðli málsins," segir Ottó. "Í sumum tilfellum geta stofurnar leyst smærri kannanir af hendi með innanhúsfólki en þegar um stærri kannanir er að ræða leitar stofan til sérhæfðra fyrirtækja á sviði skoðana- og markaðskannanna til að gera slíkar athuganir. En það er ekkert um það að villast að tími markaðsrannsókna í íslensku viðskiptalífi er runninn upp og undir það verða stærstu auglýsingastofurnar að búa sig."

Morgunblaðið/Á. Sæberg

SAMEINAÐIR - Starfsmenn auglýsingastofunnar. F.v. Sigurður Valur Sigurðsson, Magnús Bjarnfreðsson, Bjarni Grímsson, Sigurður G. Tómasson, Robert Guillemette, Vilhelm G. Kristinsson, Guðrún Bachmann, Heiður Björnsdóttir, Kristjana Magnúsdóttir, Brynja Arnardóttir, Ottó Ólafsson, Guðrún Þórisdóttir, Logi Halldórsson, og Vilhjálmur Vilhjálmsson. Á myndina vantar Gerði Berndsen.