Fjarskipti Heimurinn verður eitt net tölvusamtengdra fyrirtækja innan áratugar ­ segir Jakob Sigurðsson, forstöðumaður tölvudeildar Flugleiða og stjórnarmaður í Ísneti, en hann sótti nýverið ráðstefnuna Asia Telecom 89 TÖLVUSAMSKIPTI eða sá þáttur þeirra...

Fjarskipti Heimurinn verður eitt net tölvusamtengdra fyrirtækja innan áratugar ­ segir Jakob Sigurðsson, forstöðumaður tölvudeildar Flugleiða og stjórnarmaður í Ísneti, en hann sótti nýverið ráðstefnuna Asia Telecom 89

TÖLVUSAMSKIPTI eða sá þáttur þeirra sem kallast EDI og er stytting á Electronic Data Interchange er mjög í deiglunni hér á landi um þessar mundir. Þegar hefur verið stofnað fyrirtæki með það fyrir augum fyrst og fremst að sinna þessu nýja sviði, en það er Ísnet hf. og eru aðaleigendur þess Flugleiðir, Skýrsluvélarríkisins og Reykjavíkurborgar og Verslunarbankinn, eins og áður hefur verið greint frá hér í blaðinu. Það þykir nokkuð ljóst að EDI muni eiga eftir að valda byltingu í tölvusamskiptum fyrirtækja og við fengum því Jakob Sigurðsson, forstöðumann tölvudeildar Flugleiða og stjórnarmann í Ísneti til að segja okkur frá því helsta sem á döfinni er í þessu efni.

Ef við víkjum fyrst að tilganginum með stofnun Ísnets þá má segja að hann sé í stuttu máli að gera tölvum kleift að hafa bein samskipti sína á milli, jafnvel þótt um sé að ræða ólíkar tölvugerðir, sem nota mismunandi samskiptastaðla. Með þessu móti eiga t.a.m. fyrirtæki sem nota t.d. Digital eða Hewlett Packard tölvur að geta átt samskipti fyrirhafnarlaust fyrir önnur fyrirtæki sem eru með IBM tölvur. Þannig er verið að stuðla að þvíað fjárfesting þeirra sem vilja eiga slík samskipti, sé haldið í lágmarki, því að með þessu móti er komið í veg fyrir að margir þurfiað fjárfesta í samskonar búnaði," segir Jakob.

Jakob segir, að stofnendum Ís nets hafi verið orðið það ljóst að tími beinna tölvusamskipta væri runninn upp og að á næstu árum muni slík samskipti aukast stórlega. Um leið og alþjóðlegir staðlar verða víðtækari munu jafnframt tölvusamskipti milli landa vaxa hröðum skrefum og þess vegna var það nú álit okkar stofnendanna að nauðsynlegt væri að koma á laggirnar slíku fyrirtæki, sem auðveldaði mönnum að tileinka sér þessa tækni. EDI sem hefur á íslensku verið nefnt skjalalaus viðskipti, er ef til vill sá þáttur tölvusamskipta sem vaxið hefur hvað hraðast erlendis og mun vafalaust sama þróun verða hér á landi því að strax og aðstæður eru fyrir hendi muni fyrirtæki og stofnanir tileinka sér slík vinnubrögð."

Aukinn hraði og hagkvæmni

Jakob segir að hagkvæmnin sem felist í notkun EDI sé einnig þess eðlis að auk þess sem viðskiptin geti gengið mun hraðar fyrir sig og nauðsynleg gögn" berist mun fyrr, þá sé hún að langmestu leyti í þá veru að fækka til muna verkþáttum í ákveðnu ferli, en það fari síðan að verulegu leyti eftir því hversu þróuð vinnubrögð og tölvukerfi fyrirtækjanna eru hversu mörgum verkþáttum er hægt að fækka.

Í þessu ljósi hefur Ísnet sett upp verkáætlun sína og er fyrsti þáttur hennar nú þegar kominn í gang, en það er að annast samskipta háttabreytingar fyrir hinar mismunandi gerðir vélbúnaðar, þannig að tölvur frá mismunandi framleiðendum geti átt samskipti sín á milli, eins og ég nefndi. Næsta verkefni Ísnets hf. verður að bjóða uppá EDI samskipti ásamt nauðsynlegri notendaþjónustu bæði hvað varðar aðstoð um breytingu vinnu gangs og kennslu, því að þar sem aðstandendur Ísnets eru meðal stærstu tölvunotenda hér á landi, þá er því lögð sérstök áhersla á að viðskiptamenn Ísnets nái fram sem mestri hagræðingu með því að nýta þessa tækni."

Að sögn Jakobs hefur þróunin í tölvusamskiptum og fjarskiptatækni hin síðari ár ásamt tilkomu hinna stóru gagnaneta valdið þvíað menn nálgast nú óðum stund samtengingar fyrirtækja, þar sem bæði fyrirtæki og stofnanir geta sent á milli tölvukerfa sinna hin ýmsu skilaboð jafnt sem heilu skjölin. Jakob segir að þar sem mörg af fyrstu verkefnunum í tölvusam skiptunum skiluðu fljótt verulegum arði, þá sé augljóst að innan áratugar verði heimurinn meira og minna eitt net af tölvusamtengdum fyrirtækjum. Og í stað þess að hvert fyrirtæki þurfi að tengjast öllum viðskiptamönnum sínum beint, munu í hverju landi rísa þjónustumiðstöðvar á borð við Ísnet og þarf hvert fyrirtæki eða stofnun því einungis að tengjast þessum miðstöðvum til að geta haft skjalalaus viðskipti við alla þá sem slíkri miðstöð eru tengdir. Þessar þjónustumiðstöðvar tengjast síðan samskonar fyrirtækjum í öðrum löndum og þannig skapast möguleikar á alþjóðlegum samskiptum."

Fjarskiptasýningin í Singapore

Jakob sótti nú í lok febrúar ásamt dr. Jóni Þór Þórhallssyni, forstjóra Skýrr, ASIA Telecom 89 sem haldin var í Singapore. "Á þessari ráðstefnu var aðallega fjallað um þá tækni sem fram mun koma nú á allra næstu árum í fjarskiptum og tölvutækni þeim tengdum. Þarna var megináherslan lögð á staðla og aftur staðla, því að allir eru nú orðnir sammála um að alþjóðlegir staðlar séu forsendan fyrir alþjóðlegum tölvusamskiptum. Ísnet mun því leggja höfuðáherslu á að ávallt sé fylgt alþjóðlegum stöðlum, svo sem Edifact sem nú þegar hefur hlotið alþjóða viðurkenningu og t.d. tollayfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið nota, þrátt fyrir að þar í landi sé X.12 staðallinn einna útbreiddastur," segir Jakob.

Við ræddum í þessari ferð við stjórnendur Singapore Network Services og kynntum okkur reynslu þeirra á þessu sviði. Fannst okkur athyglisvert hvernig þar hefur verið staðið að verki og hve miklum árangri fyrirtækið hefur náð á skömmum tíma. Ekki var síður ánægjulegt að finna hversu fúsir forsvarsmenn fyrirtækisins voru tilað aðstoða okkur á allan hátt meðan verið er að koma þessu á laggirnar hér á landi. Árangur Singapore netsins hefur reyndar vakið verðskuldaða athygli víða um heim og forstjóri SNS nú þegar orðinn meðal eftirsóttustu fyrirlesurum á alþjóðaráðstefnum um þetta efni."

Jakob segir að fyrirtæki í svipuðum rekstri og Ísnet hf. hafi sprottið upp í nánast hverju landi og sumstaðar fleiri en eitt, en Jakob telur að vegna smæðar markaðarins hér á landi sé ekki þörf fyrir fleiri en eitt fyrirtæki af þessu tagi en ef vel sé að málum staðið eigi það að geta orðið til verulegra hagsbóta fyrir viðskiptamenn sína."

ISDN - stafrænar flutningsleiðir

Af öðru því helsta sem framkoma á ASIA Telecom 89 þá segir Jakob ekkert hafa farið á milli mála að þar beindist athyglin að ISDN. "Allir virtust þarna sammála um að tími hinna stafrænu flutn ingsleiða væri runninn upp og það væri ekki lengur spurning um hvenær ISDN kæmi heldur hvenær þjóðir heims hefðu möguleika á að innleiða þessa tækni. ISDN sem er skammstöfun á enska heitinu Inter grated Services Digital Network, þýðir í raun að eftir að búið er aðkoma á stafrænu kerfi opnast möguleikar á að nota sömu flutningsleiðir fyrir miklu meira en aðeins talað mál, eins og nú gerist með venjulegri talsímatækni.

Innleiðsla starfræns flutningskerfis á borð við ISDN opnar mönnum algjörlega nýjar víddir í allri upplýsingamiðlun og í reynd má segja að með þessari tækni opnist möguleikar á að hvert það fyrirtæki sem hefur lögn fyrir síma, geti þá um leið haft aðgang að hinum ýmsu upplýsingabirgjum hvortheldur þar er um að ræða kapalsjónvarp, svonefnt videotex eða tölvu gagnabanka.

ISDN er hins vegar ekki lausn á vandamálum heldur er hér á ferð leið þar sem finna má lausnir á vandamálum, þ.e. verið að skapa tækifæri. Lausnir finnast aðeins með því að nýta þessi tækifæri."

Jakob bendir á að ekki sé nema rúmur áratugur til nýrrar aldar og ef menn reyni að rýna aðeins framí tímann muni menn sjá mjög breytta mynd í fjarskiptum frá því sem nú er. Í stað strengs með tveimur koparvírum, sem lagður erí hverja vistarveru, verður kominn ljósleiðari. Fjölnota breiðbands ISDN verður þá ríkjandi og gefur okkur möguleika á tvívirkum fjarskiptum. Allar fjarskiptalínur sem ætlað er aðeins ákveðið hlutverk, svo sem fyrir síma, telex eða gagnaflutning, verða þá horfnar af sjónarsviðinu", segir Jakob.

Í dag er talsíminn aðal fjar skiptaþjónustan í hverju landi en þar sem ætla má að strax í byrjun 21. aldarinnar hafi orðið margföldun á framboði af sjónvarpi og öðrum myndrænum fjarskiptum, verður þjónusta sem bundinn er talsíma eins og við þekkjum hana í dag, talin allsendis ófullnægjandi. Með tilkomu mun öflugri tölva en nú þekkjast, mun fyrirsjáanlega verða mikil aukning á fjarskiptum við sérhæfðar tölvumiðstöðvar, sem byggja á fullkomnum þekkingar kerfum og geta unnið úr, framreitt og flutt upplýsingar sem notendur á hinum ýmsu sviðum þurfa á aðhalda. Ef við lítum ennfremur til þess á hvern hátt séð verður fyrir tengingu við ISDN kerfið, þá verður það ekki ólíkt því sem við þekkjum frá raforkunni, þ.e.a.s. tiltækur verður ISDN tengill sem hægt verður að tengja hin ýmsu tæki við jafnauðveldlega og mismunandi raftæki tengjast rafmagnstengli í dag allt eftir þörfum notandans.

Það er hins vegar enginn vafi á því að uppsetning á fullkomnu ISDN kerfi mun kosta mikla fjármuni og þetta mun hjá okkur líktog öðrum þjóðum gerast á nokkuð löngum tíma, sem þýðir að skipulagning og stjórnun skipta hér höfuðmáli, bæði fyrir rekstraraðila og notendur," segir Jakob að endingu.Það er því hollt fyrir menn í þessu samhengi að velta því fyrir sér hvernig staða okkar er í þessu efni meðal þjóðanna, hvernig við nýtum þá tækni sem við höfum yfir að ráða í dag og síðast en ekki síst hvort menn telji árangur í samræmi við þá miklu fjárfestingu sem átt hefur sér stað á undanförnum árum. Sú tækniþróun sem hér hefur verið drepið á getur haft miklar þjóðfélagslegar breytingar í för með sér og ég vona aðeins að okkur Íslendingum auðnist að nýta þá miklu möguleika sem í henni felast til að skapa auðugra og betra mannlíf hér á landi."

TÖLVUSAMSKIPTI - Ísnets-menn á Hafrannsóknarstofnun. Hún notar Sun-tölvu en með þjónustu Ísnets getur hún átt samskipti við aðrar og algengari tölvugerðir. F.v. Jón Þ. Þórhallsson frá SKÝRR, Holberg Másson hjá Ísneti, Gunnar Stefánsson hjá Hafrannsóknarstofnun og Jakob Sigurðssson hjá Flugleiðum.