Fyrirtæki Nýtt tölvulíkan til að meta arðsemi VERKFRÆÐISTOFA Helga Geirharðssonar hefur sett ámarkað tölvulíkan til að meta arðsemi fjárfestinga og fyrirtækja í rekstri.

Fyrirtæki Nýtt tölvulíkan til að meta arðsemi

VERKFRÆÐISTOFA Helga Geirharðssonar hefur sett ámarkað tölvulíkan til að meta arðsemi fjárfestinga og fyrirtækja í rekstri. Þetta er fyrsta hjálpartæki sinnar tegundar hér á landi sem þróað hefur verið fyrir almennan markað til fjár streymisútreikninga að því er fram kemur í tilkynningu frá stofunni. Líkanið er hannað í samvinnu við Landsbanka Íslands, Framkvæmdasjóð, fjármálaráðuneytið og Samband íslenskra sparisjóða.

Með líkaninu er hægt að taka tillit til allra hugsanlegra þátta í rekstri og fá út niðurstöður í formi efnahags-, rekstrar- og fjárstreym isreiknings. Arðsemislíkanið er ætlað öllum þeim sem þurfa á hjálpartæki að halda fyrir sitt fyrirtæki eða rekstur við gerð rekstraráætlana og stöðumat. Forrit er jafnt hægt að nota á einmenningstölvur og Macintosh tölvur.

Þannig er til dæmis hægt að styðjast við rekstraráætlanir sem líkanið reiknar út við mat á lánshæfni og greiðslugetu viðskiptavina þegar kanna á arðsemi nýrra fjárfestinga innan eða utan fyrirtækis eða ef um aukin rekstrarumsvif er að ræða. Einnig er hægt að notast við líkanið þegar verið er að meta arðsemi framleiðslu til útflutningseða við mat á arðsemi vegna stofnunar fyrirtækja jafnt innan lands sem utan. Þá segir í tilkynningunni að hentugt sé að nota líkanið tilað veita aðhald í rekstri og skapa ramma. Arðsemislíkanið notist við margvíslegar upplýsingar t.d. um tekjur, fastan og breytilegan kostnað, skuldir, lán, afborgunarskilmála, eignir, fjárfestingar, fyrningar, stofnfé, birgðir, skatthlutföll opinnberra gjalda auk fleiri liða. Bent er á að forritið nýtist vel þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem umþessar mundir þurfi að endurskoða grannt rekstur sinn sökum tvísýns ástands í íslensku viðskiptalífi.