Fyrirtæki Osta- og smjörsalan leysir til sín fjórðungs hlut Sambandsins Heildarsala Osta- og smjörsölunnar um 2,5 milljarðar í fyrra Á stjórnarfundi hjá Osta- og smjörsölunni nk. mánudag verður væntanlega tekin fyrir ósk Sambands íslenska samvinnufélaga...

Fyrirtæki Osta- og smjörsalan leysir til sín fjórðungs hlut Sambandsins Heildarsala Osta- og smjörsölunnar um 2,5 milljarðar í fyrra Á stjórnarfundi hjá Osta- og smjörsölunni nk. mánudag verður væntanlega tekin fyrir ósk Sambands íslenska samvinnufélaga um að fyrirtækið eða aðrir eigendur þess leysi til sín fjórðungs eignarhlut Sambandsins í Osta- og smjörsölunni. Að sögn Óskars Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Osta- og smjörsölunnar, er kveðið á um það í samþykktum Osta- og smjörsölunnar að fyrirtækið leysi til sín hlut eignaraðila sem óskar að selja, ef aðrir eigendur kjósa ekki að nýta sér forkaupsrétt sinn. Með því móti eykst því hlutur allra annarra eigenda í samræmi eignarhlut þeirra í fyrirtækinu.

Kjartan P. Kjartansson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Sambandsins, segir ástæðurnar fyrirþví að Sambandið vilji selja fyrst og fremst þá að fyrirtækið líti nú í ríkari mæli en áður á arðsemi þess fjár sem Sambandið er með bundið á ýmsum sviðum. Jafnvel þótt Osta- og smjörsalan væri traust og stöndugt fyrirtæki og skilaði Sambandinu arði, þá væri nærtækara fyrir Sambandið að fá það fé sem bundið væri í Ostaog smjörsölunni til að greiða niður skuldir þess í bankakerfinu, sem væru þar á hærri vöxtum en svaraði til þess arðs sem Sambandið fengi út úr eignarhlut sínum í Osta- og smjörsölunni. Kjartan vildi hins vegar ekki láta uppi hvað Sambandið vildi fá fyrir hlut sinn í Osta- og smjörsölunni enda væri þar um talsvert flókið matað ræða og þar sem taka yrði tillit til margra þátta.

Ósk Sambandsins um sölu á eignarhlutanum í Osta- og smjörsölunni kom fram á aðalfundi Osta- og smjörsölunnar sem haldinn var 10. mars sl. Þar kom framað rekstur fyrirtækisins var hagstæður á síðasta ári. Heildarsalan nam rúmum 2,5 milljörðum króna á árinu, en það þótti tíðindum sæta að í reiknum fyrirtækisins voru afskrifaðar viðskiptaskuldir fyrir 25 milljónir vegna tíðra gjaldþrota matvöruverslana en skuld atap hefur verið óverulegt hjá Osta- og smjörsölunni til þessa. Eignir Osta- og smjörsölunnar eru metnar á 556,7 milljónir, skammtímaskuldir nema um 280 milljónum en langtímaskuldir tæpum 2 milljónum. Eigið fé Ostaog smjörsölunnar var 274 milljónir í árslok 1988.

AÐALFUNDUR - Myndin er frá aðalfundi Osta- og smjörsölunnar en innfellda taflan sýnir söluna á helstu afurðum fyrirtækisins á síðasta ári.