30. mars 1989 | Viðskiptablað | 162 orð

LÁNTAKA ríkissjóðs á árinu

LÁNTAKA ríkissjóðs á árinu 1988 umfram afborganir þ.e. hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs varð 8,3 milljarðar króna. Þar af voru 6,8 milljarðar króna fjármagnaðir af erlendum aðilum og Seðlabanka og hrein innlend fjármögnun er því um 1,5 milljarðar króna.

LÁNTAKA ríkissjóðs á árinu

1988 umfram afborganir þ.e. hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs varð 8,3 milljarðar króna. Þar af voru 6,8 milljarðar króna fjármagnaðir af erlendum aðilum og Seðlabanka og hrein innlend fjármögnun er því um 1,5 milljarðar króna. Samkvæmt áformum verða eftirspurnaráhrif ríkissjóðs á árinu 1989 neikvæð um 7,7 milljarða króna sem þýðir að ríkissjóður hefur um 7,7 milljarða króna samdráttaráhrif á hagkerfið. Í ritinu Efnahagsumræðan eftir Jóhann Rúnar Björgvinsson, þjóð hagfræðing er bent á að fullyrðingum að ríkissjóður hafi með mikilli lánsfjáreftirspurn þrýst upp vöxtunum innanlands sé nokkuð vafasöm þar sem ríkissjóður hafi aukið verulega grunnféð og framboð peninga á innlendum lánsfjármarkaði með miklum erlendum lántökum og yfirdrætti við Seðlabanka. Hvað árið 1989 snertir er bent á að ríkið hyggist bæta stöðu sína gagnvart lánadrottnum um 1,3 milljarð króna. Áhrifin verði þau að vextir muni hækka þar sem ríkissjóður áætli að bæta stöðu sína við erlenda aðila og Seðlabanka um 2,3 milljarða og muni það að líkindum draga úr framboði peninga.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.