SPRON ræður málfarsráðunaut SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og nágrennis hefur ráðið Jón Aðalstein Jónsson, orða bókarritstjóra í stöðu málfarsráðunautar. Hann mun leiðbeina starfsmönnum sparisjóðsins um notkun á íslensku máli töluðu og rituðu.

SPRON ræður málfarsráðunaut

SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og nágrennis hefur ráðið Jón Aðalstein Jónsson, orða bókarritstjóra í stöðu málfarsráðunautar. Hann mun leiðbeina starfsmönnum sparisjóðsins um notkun á íslensku máli töluðu og rituðu.

Á aðalfundi SPRON nýverið sagði Baldvin Tryggvason, sparisjóðsstjóri að ekki væri síður þörf fyrir fræðslu um íslenskt mál en t.d. tölvumál eða fjármál almennt. Ég fagna því að hafa fengið til þessa starfs, jafnágætan íslen skumann og Jón Aðalstein Jónsson," sagði Baldvin.