Tölvur Hræringar og umbrot á íslenska tölvumarkaðinum IBM í náið markaðssamstarf með systurfyrirtækjunum GJJ og Skrifstofuvélum og Örtölvutækni fær einkasöluumboð fyrir Hewlett Packard SVO virðist sem verið sé að draga nýja víglínu í samkeppninni á...

Tölvur Hræringar og umbrot á íslenska tölvumarkaðinum

IBM í náið markaðssamstarf með systurfyrirtækjunum GJJ og Skrifstofuvélum og Örtölvutækni fær einkasöluumboð fyrir Hewlett Packard

SVO virðist sem verið sé að draga nýja víglínu í samkeppninni á íslenska tölvumarkaðinum um þessar mundir. IBM á Íslandi greinir frá því í frétt að fyrirtækið hyggist hefja stóraukið sölu- og markaðsátak á IBM PS/2 tölvum í nánu samstarfi við systurfyrir tækin Gísla J. Johnsen sf. og Skrifstofuvélar hf., sem um árabil hafi verið stærsti söluaðili IBM einmenningstölva hér á landi. Kemur fram hjá forsvarsmönnum IBM að í raun sé verið að fækka söluaðilum IBM PS/2 einmenningstölva með þessum samstarfssamningi. Á sama tíma kemur fram í frétt frá ÖrtölvutækniTölvukaupum að ákveðið hafi verið að endurnýja ekki samstarfssamning fyrirtækisins við IBM heldur hafi verið endurnýjaður samstarfssamningur milli Örtölvutækni og Hewlett Packard á Íslandi með þeimm breytingum að Örtölvutækni hefur nú einkasölu umboð á öllum HP einmenningstölvum og jaðartækjum svo sem geislaprenturum og teiknurum.

Friðrik Friðriksson framkvæmd asrtjóri á markaðssviði IBM segirað með þessu breytta fyrirkomulagi verði nú megináherslan lögð á samstarfið við Gísla J. Johnsen og Skrifstofuvélar. Nánar verði unnið með þessum samstarfsaðilum að markaðssetningu og sölu en áður og við innkaup á vörum frá IBM. Sé gert ráð fyrir að með hinum nýja samstarfssamningi muni verða um umtalsverða magnaukningu á viðskiptum að ræða. Þá kemur fram að forsvarsmenn Gísla J. Johnsen og Skrifstofuvéla hafa náð hagkvæmari farmgjöldum með því að fá vöruna í fullum gámum beint frá IBM verksmiðjunum og á þann hátt hafi verið unnt að bjóða betra söluverð hér á landi, þannig að fyrirtækin tvö muni eftirleiðis bjóða hagstæðasta verð á PS/2 tölvum á markaðinum, að sögn Friðriks.

Erling Ásgeirsson, framkvæmdastjóri og annar eigenda GJJ og Skrifstofuvéla segir að hjá fyrirtækjunum hafi átt sér stað endurmat á áherslum milli vöruflokka, sem hafi falið í sér fækkun vörumerkja inna vöruflokka og stóraukna áherslu á tölvusölu. Hann segir fyrirtækin tvö munu sérhæfa sig einvörðungu í sölu á IBM tölvum eftir nýja samstarfssamninginn. Eru fyrirtækin tvö nú að leita eftir samstarfs- og söluaðilum úti á landi og á höfuðborgarsvæðinu af þessum sökum. Hjá bæði Friðrik og Erling kom framað ætlunin með þessu nýja fyrirkomulagi sé að auka markaðshlutdeild IBM.

Í frétt frá Örtölvutækni-Tölvu kaupum kemur fram að ákveðið hafi verið að flytja starfsemi fyrirtækisins í nýtt og hentugra húsnæði að Skeifunni 17, Ford-húsið svonefnda sem Skífan keypti nýverið hluta af. Þetta húsnæði sé á einni hæð og stórauki verslunarog lagerrými við flutninginn auk þess sem öll aðstaða við viðskiptamenn verði mun betri með nægum bílastæðum og bættri sýningaraðstöðu. Lögð er áhersla á að þráttfyrir að fyrirtækið gerist nú einka söluumboð fyrir Hewlett Packard og að samstarfssamningurinn við IBM hafi ekki verið endurnýjaður þá muni það eftir sem áður annast viðhald á IBM einmenningstölvubúnaði fyrir viðskiptamenn sína, enda margir starfsmenn fyrirtækisins með sérþjálfun á því sviði.

Fram kemur að hagnaður hafi orðið af rekstri ÖrtölvutækniTölvukaupa á síðasta ári, sem megi rekja til þess að vöruúrval jókst verulega og að þjónusta fyrirtækisins hafi verið efld. Örtölvutækni hafi á árinu hafið sölu og þjónustu á vörum frá bandarískafyrirtækinu Decision Data Computer Corp. sem framleiði skjástöðv ar og prentara fyrir IBM System/3X og IBM AS/400 tölvur, svo og frá hollenska fyrirtækinu Tuilip Computers sem framleiði IBM samhæfðar tölvur. Í fréttinni segir einnig að með samstarfinu við HP á Íslandi verði jafnframt lögð sérstök áhersla á tölvuteikni kerfi en Örtölvutækni hafi um árabil verið umboðsaðili fyrir útbreiddasta CAD hugbúnaðinn fyrir einmenningstölvur, AutoCad.

Frosti Bergsson, framkvæmdastjóri Hewlett Packard á Íslandi segir ýmsar ástæður fyrir hinu nýja fyrirkomulagi milli HP og Örtölvutækni. Í fyrsta lagi hafi náið samstarf milli fyrirtækjanna skilað stóraukningu í sölu og útlit væri fyrir að um tvöföldun á veltu yrði að ræða miðað við síðasta ár. Með nánari samstarfi næðist einnig markvissari markaðssetning og einnig væri sérhæfing að aukast sem kallaði á nánara samstarf. Loks fylgdi það kröfunni um heildarlausn að veitt væri alhliða þjónusta og einnig kennsla.

Frosti segir að margt bendi til þess að skýrari línu séu nú að komast á tölvumarkaðinn, þar sem 4-5 stórir aðilar stæðu upp úr og sérhæfðu sig hver á sínu sviði með ákveðin merki. Frosti kvað Örtölvutækni hafa kynnt HP framtíðaráform sín, sem honum þættu mjög áhugaverð og að hann vænti mikils af þessu samstarfi.