Tölvur Tölvuvírusar geta valdið óbætanlegu tjóni - segir Ólafur Guðmundsson tölvunarfræðingur TÖLVUVÍRUSAR eru fyrirbæri sem flestir tölvunotendur hérlendis hafa ekki haft mikið af að segja hingað til.

Tölvur Tölvuvírusar geta valdið óbætanlegu tjóni - segir Ólafur Guðmundsson tölvunarfræðingur

TÖLVUVÍRUSAR eru fyrirbæri sem flestir tölvunotendur hérlendis hafa ekki haft mikið af að segja hingað til. Þeir hafa víða gert mikinn skaða í einkatölvum og tölvukerfum erlendis, og geta borist í tölvur með afar margslungnum hætti. Ólafur Guðmundsson tölvunarfræðingur sem starfar í Bandaríkjunum býr yfir nokkurri vitneskju um þessi meinlegu tölvuforrit, sem hafa verið nefndir vírus ar. Hann telur hins vegar að tölvusýkingar væri líklega betra heiti, þar sem vírusar væru aðeins ein tegund tölvusýkinga.

Ólafur tók próf í töluvunarfræði við Háskóla Íslands 1983, og MS próf í sama fagi við háskólann í Maryland í Bandaríkjunum 1987. Hann starfar nú við tölvunarfræði deild þess skóla. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að vírusar hrjáðu aðallega Atari og PC-tölvur, en ættu sér hliðstæður sem nefndust ormar og ynnu á stærri tölvukerfum.

Tæknileg áskorun

Tölvusýkingar hafa gert tölvu eigendum lífið leitt víða um heim undanfarin ár, og eru eitt af þeim vandamálum sem fylgja tölvunotkun. Þær eru oftast til þess gerðar að koma tölvunotandanum á óvart, og þá án þess að eyðileggja fyrir honum samtímis. Ólafur lýsir þessu sem svo, að þegar tölvusýkingar urðu alþekktar hafi gerð þeirra verið ungu fólki, sem og öðrum, nokkurs konar tæknileg áskorun. Það er, að geta skrifað forrit eða for ritabút sem ekki bærði á sér fyrren á fyrirfram ákveðnu augnabliki, og þá á saklausan hátt. Ólafur tók skýrt fram að það væri útbreiddur misskilningur að þeir sem skrifuðu sýkingar væru snillingar, heldur væri oft um að ræða fólk með ákveðna þekkingu á starfsemi ákveðinna tölva. Hann sagði einnig, að það væri aðeins tímaspursmál hvenær fyrsta íslenska sýkingin færi að gera usla í tölvum landsmanna. Sýkingagrín hefur í mörgum tilfellum mistekist hraparlega. Einnig hafa sýkingar verið notaðar í beinum skemmdaverkatilgangi, og gengið hafa sögur um að hugbúnaðarhús erlendis hafi komið sýkingum fyrir í forritum sínum, til þess ætluðum að gera þeim grikk sem hygðust afrita forritin. Þetta segir Ólafur þó aldrei hafa verið sannað.

Frægur vírus er til dæmis í leikja forritinu Lalla lafmóða (Larry the Lounge Lizzard), sem eyðir öllum upplýsingum af viðkomandi diski þegar hámarksárangri er náð. Ólafur sagði, að Lalli væri dæmi um leikjaforrit sem væru skrifuð til þess eins að breiða út vírusa. Annar þekktur vírus er ísraelskur, og er hann skaðlaus, nema svo óheppilega vilji til að 13. dag mánaðar beri upp á föstudag; þá er óhætt að reikna með ónýtum upplýsingum. Þessi vírus, eins og svo fjölmargir aðrir, dreifa sér með mjög algengum skrám. Frægir ormar eru hins vegar t.d. jólatrésormurinn á alþjóðatölvuneti IBM. Hann fór hamförum jólin 1987, sendi öllum þeim sem skráðir voru á tölvupóst skrá upphafsmannsins jólatré á skerminn, viðtökutölvurnar sendu síðan áfram eftir póstskrá viðtakanda, og svo koll af kolli. Til að stöðva óreiðuna varð að loka kerfinu um stund. Þarna olli saklaust" grín miklu tjóni," sagði Ólafur.

Hvers vegna býr fólk til vírusa?

Oftast nær er tilgangur vírus anna ekki skemmdarverk, en slíkt kemur þó vissulega fyrir. Þannig er smíði þeirra flokkuð undir skemmdarverkastarfsemi innan lagaramma í mörgum löndum, og ég þekki til þess að maður sitji nú af sér fimm ára fangelsisdóm í Bandaríkjunum vegna orms sem eyðilagði upplýsingar í launaskrá fyrrverandi atvinnurekanda hans," sagði Ólafur.

Ormar eru sjálfstæð forrit sem leynast innan tölvukerfa, en vírus arnir eru hins vegar aðeins forrita bútar sem hengja sig utan á önnur forrit, og fjölga sér svo utan á önnur forrit á diskum sömu tölvu. Hætta er á að þau festi sig utan á afrit sitt, og svo koll af kolli, og klári þannig allt geymsluplássið á disknum. Vírusar geta því borist í tölvur fólks með hvaða forriti sem er, og ráðist til atlögu hvenær sem er."

- Hvernig er hægt að forðast sýkingar?

Einkatölvur eru mun óvarðari gagnvart sýkingum en fjölnotenda tölvukerfi, og því þarf að viðhafa gætni í meðferð þeirra. Besta ráðið við tölvuvírusum sem og öðrum vírusum, er algjört hreinlæti. Varúð þarf að sýna þegar skrár eru fengnar að láni" hjá kunningjum, og á tölvum sem geyma mikilvæg gögn á hörðum diskum ætti að nota diska sem einungis eru notaðir á vélum þar sem full aðgát er viðhöfð. Einnig ætti að forðast leikjaforrit. Skráð forritaeintök eru í nær öllum tilfellum laus við vírusa. Erlendis eru til á markaði forrit sem leita að og uppræta margar gerðir af vírusum. Það er stundum sagt að tölvusýk ingar séu eins og eyðni, ef þú ert ekki haldin henni, hefur það engin áhrif á þig, en ef þú gengur með sjúkdóminn, eru góðar líkur á að hann drepi þig," sagði Ólafur Guðmundsson tölvunarfræðingur að lokum.

TÖLVUSÝKINGAR - Ólafur Guðmundsson tölvunarfræðingur starfar við háskólann í Maryland í Bandaríkjunum, og varar hér við svonefndum tölvusýkingum.