GUÐMUNDUR Bragasonkörfuknattleiksmaður í Þýskalandi og kona hans Stefanía Jónsdóttir eignuðust á sunnudaginn sitt fyrsta barn og var það strákur.
PLL Þrlfsson han STOFNANDI:: SPORT \: \: GUÐMUNDUR Bragason körfuknattleiksmaður í Þýskalandi og kona hans Stefanía Jónsdóttir eignuðust á sunnudaginn sitt fyrsta barn og var það strákur. "Þetta var stórgóð helgi, ég var í hörkuleik á laugardaginn og síðan fór ég beint upp á spítala og drengurinn fæddist daginn eftir," sagði Guðmundur glaðbeittur á sunnudagskvöldið.

PÁLL Þórólfsson handknattleiksmaður með Aftureldingu og sambýliskona hans Katrín Rós Gunnarsdóttir eignuðust á dögunum 15 marka son. Er þetta fyrsta barn þeirra. Páll hélt upp á áfangann með stórleik gegn KA í vikunni. Að leikslokum sagðist hann hefði verið mjög stressaður síðustu daga áður en drengurinn kom í heiminn, en hefði nú getað mætt afslappaður til leiks. Móðir og barn eru komin heim og heilsast vel.

EINAR Einarsson leikmaður Stjörnunnar fór í uppskurð á föstudaginn og verður frá í nokkrar vikur. Einar B. Árnason , félagi hans, er einnig ennþá meiddur og óvíst hvenær og hvort hann leikur meira í vetur.

AZIZ Mohobib , Alsírbúinn sem spreytti sig með handknattleiksliði Stjörnunnar, er hættur með liðinu þar sem hann stóð ekki undir væntingum miðað við kostnað, að sögn forráðamanna Garðabæjarliðsins.

PENNY Peppas körfuknattleikskona í Grindavík náði þeim athyglisverða áfanga í leik gegn ÍR á dögunum að gera fjórfalda tvennu í leik. Hún skoraði 52 stig, tók 16 fráköst, vann knöttinn 10 sinnum og átti 11 stoðsendingar. Þessu afreki náðu Peppas í 110:42 sigri Grindvíkinga á ÍR.

ÓLAFUR Stígsson knattspyrnumaður hjá Fylki er farinn til Skotlands þar sem hann ætlar að vera til reynslu hjá St.Mirren með von um að leika með félaginu í 1. deild í vetur.

BALDUR Bragason knattspyrnumaður með Leiftri hefur gert samning við danska félagið Lyngby um að leika með félaginu næsta mánuðinn. Leiftur gerði leigusamning við Lyngby um Baldur.

VINNIE Jones hefur á ný verið valinn í landslið Wales í knattspyrnu en Bobby Gould valdi hann í landsliðshóp sinn sem mætir Hollendingum í undankeppni HM í Eindhoven 9. nóvember.

RICHARD Gough sigursælasti fyrirliði Rangers í Skotlandi á síðari árum fær frjálsa sölu frá félaginu í vor. Frá þessu var skýrt um helgina. Gough sem er 34 ára vonast til þess að geta kvatt með sínum níunda meistaratitli í vor og ljúka síðan ferlinum í japönsku knattspyrnunni.

BRYAN Robson knattspyrnustjóri Middlesbrough er reiðubúinn að selja Nick Barmby aðeins fjórtán mánuðum eftir að hann keypti hann á rúmlega 520 milljónir króna. Sagnir frá Englandi herma að Robsons vilji selja hann til Leeds í skiptum fyrir Lee Sharpe.

TOMAS Brolin segist vonast til þess að eiga afturkvæmt til Leeds og hyggst ræða það mál við nýjan knattspyrnustjóra félagsins, George Graham. Brolin er nú á lánssamningi hjá FC Z¨urich í Sviss.