Minning: Stefán Ögmundsson prentari Stefán Ögmundsson, heiðursfélagi Félags bókagerðarmanna lést í Reykjavík þann 3. apríl sl. tæplega áttræður að aldri. Stefán fæddist í Reykjavík þann 22. júlí 1909 og ólst upp á Grímstaðarholtinu. Hann hóf prentnám í Gutenberg þann 14. febrúar 1924 og varð félagi í Hinu íslenzka prentarafélagi þann 22. ágúst 1929.

Stefán var ötull baráttumaður verkalýðsstéttarinnar allt sitt líf og gegndi fjölmörgum störfum í hennar þágu fram á síðasta dag.

Stefán var formaður Hins íslenzka prentarafélagsins 1944-45 og 1947, meðstjórnandi 1932-33 og 1941-42. Ritari HÍP 1965-69, formaður fast eignanefndar 1943, meðstjórnandi Byggingasamvinnufélags prentara 1944-50. Ristjóri Prentarans 1931-32, í bókasafnsnefnd frá 1945. Var í fyrstu stjórn Prentnemafélagsins, sem stofnað var 14. febrúar 1926. Í trúnaðarmannaráði HÍP frá 1969-80. Stefán var varaforseti Al þýðusambands Íslands 19æ42-48. Í stjórn listasafns ASÍ frá stofnun 1961. Formaður Menningar- og fræðslusambands Íslands frá stofnun 1969 og starfsmaður þess um árabil.

Störf Stefáns í þágu verkalýðsstéttarinnar voru svo mörg og margvísleg að hér hefur aðeins það helsta verið nefnt. Á aðalfundi Hins íslenzka prentarafélags þann 10. maí 1980 var Stefán kjörinn heiðursfélagi HÍP.

Viðhorf Stefáns kom afar vel í ljós í þakkarávarpi hans og lýsa þau vel hversu einlægur og stéttvís verkalýðssinni hann var, en hann sagði: "Mér er í raun og veru mikill vandi á höndum, þegar ég vel þakkarorð fyrir þá viðurkenningu, sem félag mitt er að veita mér.

Ég er sem sagt óvanur öllu slíku sem þessu. Hef þó síður en svo farið varhluta af gæðastimplum af ýmsu tagi. Ég vil segja ykkur það nú á þessari sérstæðu stund að enn er ég sömu skoðunar og fyrr um það, hvað vandmeðfarin er öll viðurkenning á störfum og verðleikum fólks. Ég þykist t.d. vita það manna bezt, að það sem á skortur verðleika mína er mikið. Einkum á það við um þau störfsem ég aldrei vann. Allt sem ég á ógert, og hefði viljað vinna félagi okkar en mun aldrei leysa af hendi.

Hið íslenzka prentarafélag er mitt félag í þeim skilningi að markmið þess og störf hafa verið samofin lífi mínu og minna, allar götur síðan ég lærði Helgakver undir fermingu á altaninu í Gutenbert 13 ára gamall.

Þess vegna er það, að ég met viðurkenningu HÍP á störfum mínum meiren nokkurs annars aðila í þjóðfélagi okkar. Þess vegna er það, að ég met viðurkenningu HÍP á störfum mínum meir en nokkurs annars aðila í þjóðfélagi okkar. Þess vegna er mér það kærara en orð fá sagt, að taka við sæmd frá ykkur mér til handa og þá ekki síst úr hendi þess manns, semnú er formaður HÍP.

Vegna alls þessa er ég ykkur þakklátur fyrir þá viðurkenningu, sem ég veit mesta og besta. Heill sé ykkur og félagi okkar og þeim, sem eigaeftir að bera hugsjónir þess fram á veginn."

Ég sem þetta rita fyrir hönd samtaka okkar bókagerðarmanna kynntist því afar vel hversu einlægur og ósérhlífinn verkalýðssinni Stefán var. Þó Stefán hafi ekki átt sæti í stjórn eða trúnaðarmannaráði Félags bókagerðarmanna, en það varð til við samruna Bókbindarafélags Íslands, Grafiska sveinafélagsins og Hins íslenzka prentarafélags árið 1980, eru störf hans í þágu þess félags ótrúlega mikil. Hann sat í bókasafnsnefnd félagsins og vann þar mikið starf enda var hugur hans afar tengdur því sem féll undir þessa nefnd en það er auk bóka félagsins allt sem snertir sögu þess. Og Stefán sinnti ekki einasta þessum verkþáttum í okkar samtökum. Hann var einn af upphafsmönnum stofnunar Sögusafns verkalýðshreyfingarinnar og hann hafði frumkvæði að stofnun Félags áhugafólks um verkalýðssögu og sat í stjórn þess félags frá upphafi.

Auk þess sem Stefán gegndi störfum í bókasafnsnefnd félags okkar sinnti hann fjölmörgum verkum nú hin síðari ár í þágu þess. Hann að stoðaði okkur við útgáfu Prentarans í svo ríkum mæli að óhætt er að fullyrða að færri blöð hefðu komið út ef hugsjóna hans og ósérhlífni hefðiekki notið við. Hann sat í 90 ára afmælisnefnd samtaka okkar 19861987 og skráði þá merkt yfirlit úr sögu samtakanna "Sú var tíðin". Í þessu riti er afar greinargóð lýsing á því helsta sem einkennir söguna. Á hátíðarsamkomu í tilefni 90 ára af mælisins flutti Stefán ræðu eins og honum var einum lagið til heiðurs brautryðjendunum og flutt var söguleg dagskrá í samantekt hans undirstjórn Baldvins Halldórssonar. Í af mælisblaði Prentarans frá þessum tíma svara heiðursfélagar nokkrum spurningum, í svari Stefáns við spurningunni: Er verkalýðshreyfingin á réttri leið? segir hann m.a.: " . . . Það þóttu aldrei góðir kostir á Ís landi, þegar kaupmannavaldið réði bæði verðlagi á erlendri og innlendri vöru. Það var kallað verslunarólag. Því ástandi breytti dugandi verkalýðs- og samvinnuhreyfing. Nú drúpir hún höfði í auðmýkt fyrir ofurvaldi fjármagns og valdníðslu og hafnar þeim einu ráðum sem duga: baráttu. Baráttu og samstöðu með þeim semvilja berjast og endurheimta þau réttindi, sem best hafa náðst vegna samstöðu; sem ekki lætur samþykktir nægja heldur safnar liði og berst, ekki einu sinni, ekki tvisvar, heldur alltaf þegar ráðist er á kjörin. Þá kemst verkalýðshreyfingin aftur á rétta leið."

Þessi orð endurspegla vel það baráttuþrek sem einkenndi Stefán framá síðasta dag.

Þann 1. maí 1934 gengu þau Stefán og Elín Guðmundsdóttir í hjónaband. Val dagsins er táknrænt fyrir þær hugsjónir sem þau Elín og Stefán hafa alla tíð barist fyrir. Um leið og ég votta Elínu og öðrum aðstandendum Stefáns einlæga samúð vil ég þakka þér Elín fyrir störf þín í þágu samtaka okkar, þau eru mikil einsog Stefáns og verða aldrei fullþökkuð.

Með þakklæti og virðingu í garð hugsjónamannsins og sósílistans Stefáns Ögmundssonar, prentara.

Þórir Guðjónsson

formaður Félags bókagerðarmanna