Breytingar á réttindum ríkisstarfsmanna Afnám æviráðningar bundin í sérlög LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á sérákvæðum í lögum er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Breytingar á réttindum ríkisstarfsmanna Afnám æviráðningar bundin í sérlög

LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á sérákvæðum í lögum er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Frumvarpið er svokallaður "bandormur," sem ætlað er að uppfæra öll sérlög, sem innihalda ákvæði um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna, og var upprunalega ætlað að leggjast fram samtímis frumvarpinu um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna, sem varð að lögum á síðasta þingi.

Meðal helztu breytinga, sem á þennan hátt á að binda í sérlög, er sú meginregla, að forstöðumenn ríkisstofnana verði framvegis skipaðir til 5 ára í senn en ekki æviráðnir, og að þeir ráði starfsmenn viðkomandi stofnana. Einnig verða prestaköll aðeins veitt til 5 ára í senn. Eina undantekningin sem ætlað er að gera á þessu ákvæði er varðandi skipun í dómaraembætti, sem ekki þykir rétt að tímabinda á þennan hátt.

Ennfremur er upptalningu á helztu embættismönnum ríkisins í nýju ríkisstarfsmannalögunum breytt með "bandorminum".