Jólaskemmtun skátakórsins SKÁTAKÓRINN heldur jólaskemmtun sína í dag kl. 16 í sal Skátasambands Reykjavíkur í skátahúsinu við Snorrabraut. Húsið er opið öllum sem unun hafa af góðum söng og vilja lyfta sér á kreik í jólaerlinum.

Jólaskemmtun skátakórsins

SKÁTAKÓRINN heldur jólaskemmtun sína í dag kl. 16 í sal Skátasambands Reykjavíkur í skátahúsinu við Snorrabraut.

Húsið er opið öllum sem unun hafa af góðum söng og vilja lyfta sér á kreik í jólaerlinum. Á staðnum verða seldar léttar veitingar til styrktar skátakórnum. Á dagskránni eru jólalög, skátalög og gömul sígild þjóðlög. Stjórnandi kórsins er Steingrímur Þórhallsson.