Símaskrá til styrktar Jafningjafræðslu FÉLAG framhaldsskólanema hefur gefið út símaskrá með nöfnum og heimilisföngum um 18 þúsund framhaldsskólanema í 26 skólum, ásamt símanúmerum nemendafélaganna í öllum skólunum.

Símaskrá til styrktar Jafningjafræðslu

FÉLAG framhaldsskólanema hefur gefið út símaskrá með nöfnum og heimilisföngum um 18 þúsund framhaldsskólanema í 26 skólum, ásamt símanúmerum nemendafélaganna í öllum skólunum.

Skránni er dreift í alla framhaldsskóla á landinu nemendum að kostnaðarlausu.

Þeir sem ekki eru í framhaldsskóla en hafa áhuga á að eignast skrána geta keypt hana í Máli og Menningu, Pennanum eða á bensínstöðum Olís. Skráin kostar 100 krónur og rennur söluandvirði hennar óskert til Jafningjafræðslu Félags framhaldsskólanema.