Sögustund á Súfistanum MÁL og menning og Forlagið efna til sögustundar fyrir börn í dag, laugardag, frá kl. 14­15, í Súfistanum, bókasafninu í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18.

Sögustund á Súfistanum

MÁL og menning og Forlagið efna til sögustundar fyrir börn í dag, laugardag, frá kl. 14­15, í Súfistanum, bókasafninu í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18.

Vilborg Dagbjartsdóttir kennari og skáld les þá upp úr þýðingu sinni á bókinni Skórnir í glugganum, Sigrún Eldjárn, rithöfundur og myndlistarkona, les upp úr bókunum Beinagrind með gúmmíhanska og Gleymmérei og Jórunn Sigurðardóttir, leikkona og þýðandi, les úr þýðingu sinni á Jólasögum af Frans.

Barna­ og unglingabækur verða seldar á sérstöku tilboðsverði.