Taflfélagið Hellir flytur í nýtt húsnæði STARFSEMI Taflfélagsins Hellis hefur vaxið mikið á þessu ári. Nú er svo komið að húsnæði félagsins rúmar ekki lengur alla starfsemi þess og flytur í nýtt húsnæði. Gamla húsnæðið verður kvatt 16. desember með því að...

Taflfélagið Hellir flytur í nýtt húsnæði

STARFSEMI Taflfélagsins Hellis hefur vaxið mikið á þessu ári. Nú er svo komið að húsnæði félagsins rúmar ekki lengur alla starfsemi þess og flytur í nýtt húsnæði.

Gamla húsnæðið verður kvatt 16. desember með því að haldið verður svokallað atkvöld. Atkvöld er stutt og fjörugt skákmót þar sem fyrst eru tefldar þrjár hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með hálftíma umhugsun.

Mótið fer fram í menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Teflt verður með Fischer-FIDE klukkum. Mótið hefst kl. 20.