Tónlistarskóli Njarðvíkur TÓNLISTARSKÓLI Njarðvíkur heldur tvenna tónleika sem báðir fara fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Þeir fyrri verða laugardaginn 14. desember kl. 16, en þeir síðari verða sunnudaginn 15. desember kl. 14.

Tónlistarskóli Njarðvíkur

TÓNLISTARSKÓLI Njarðvíkur heldur tvenna tónleika sem báðir fara fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Þeir fyrri verða laugardaginn 14. desember kl. 16, en þeir síðari verða sunnudaginn 15. desember kl. 14. Á tónleikunum koma fram lúðrasveitir skólans, forskóladeild, Suzuki-deild og jazz-combo, einnig verða einleiks- og samleiksatriði.

Dagana 16. og 17. desember nk. munu svo nemendur ásamt foreldrum og kennurum fara víða um Reykjanesbæ og leika fyrir gesti og gangandi.