Kór Akureyrarkirkju Jólasöngvar ÁRLEGIR jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju verða annað kvöld, sunnudagskvöldið 15. desember, kl. 20 í Akureyrarkirkju. Á efnisskrá er "Söngvasveigur" (A. Ceremony og Carols) eftir Benjamín Britten í þýðingur Heimis Pálssonar.

Kór Akureyrarkirkju Jólasöngvar

ÁRLEGIR jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju verða annað kvöld, sunnudagskvöldið 15. desember, kl. 20 í Akureyrarkirkju.

Á efnisskrá er "Söngvasveigur" (A. Ceremony og Carols) eftir Benjamín Britten í þýðingur Heimis Pálssonar.

Einsöngvarar eru Þórhildur Örvarsdóttir sópran og Sigrún Arngrímsdóttir mezzósópran. Sophie Schoonjans leikur á hörpu. Stjórnandi á tónleikunum er Björn Steinar Sólbergsson. Auk þess að hlýða á kórinn gefst kirkjugestum kostur á að æfa jólasálmana fyrir jólin því auk kórsöngs verður almennur safnaðarsöngur. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.