Þrotabú tveggja hótela Lítið upp í almennar kröfur SKIPTUM er að ljúka í þrotabúum tveggja hótela á Akureyri, Hótels Stefaníu sem varð gjaldþrota síðla árs 1991 og Hótels Norðurlands sem fór í þrot í október árið 1993. Skiptafundir verða haldnir 27.

Þrotabú tveggja hótela Lítið upp í almennar kröfur

SKIPTUM er að ljúka í þrotabúum tveggja hótela á Akureyri, Hótels Stefaníu sem varð gjaldþrota síðla árs 1991 og Hótels Norðurlands sem fór í þrot í október árið 1993. Skiptafundir verða haldnir 27. desember næstkomandi.

Gjaldþrot Hótels Stefaníu var upp á um 90 milljónir króna. Greiðsla fékkst upp í forgangskröfur sem voru að upphæð um 1,7 milljónir króna. Almennar kröfur námu um 87,5 milljónum króna en upp í þær fengust 50 þúsund krónur.

Kröfur í þrotabú Hótels Norðurlands námu um 96,5 milljónum króna. Upp í veðkröfur sem alls voru 76,5 milljónir fengust 50 milljónir króna. Kröfur í lausafé voru um 5 milljónir og fengust um 3 milljónir króna upp í það. Forgangskröfur sem námu tæplega 1,9 milljónum króna greiddust að 63,5% hlut. Ekkert fékkst upp í almennar kröfur sem námu 13,1 milljón króna.

Hreinn Pálsson hrl. er skiptastjóri í þrotabúum hótelanna.