Deyfð eftir 100 punkta fall DEYFÐ var yfir evrópskum mörkuðum í gær eftir 100 punkta fall Dow Jones vístölunnar í Wall Street í fyrrinótt.

Deyfð eftir 100 punkta fall

DEYFÐ var yfir evrópskum mörkuðum í gær eftir 100 punkta fall Dow Jones vístölunnar í Wall Street í fyrrinótt. Eftir opnun í New York gær leið ekki á löngu þar til hallinn minnkaði í 10 punkta og bjartsýni jókst á ný, þótt enn gætti nokkurs taugaóstyrks. Mikið var keypt af dollurum vestanhafs og dollarinn hækkaði gegn jeni eftir fréttir um að Japanar muni sætta sig við að dollarinn hækki í 120 jen. Margir óttast enn mikla breytingu á verði hlutabréfa í Wall Street þar sem það hefur hækkað um einn þriðja á þessu ári. Í London hefur FTSE vísitalan hækkað um 9% í ár og er vonað að hún lækki ekki eins mikið og Dow Jones.