Fylgjum réttlæti Lárusi Þórarinssyni: Í REYKJAVÍKURBRÉFI Morgunblaðsins 10. nóv. sl. er m.a. rætt um lagfæringu á lögum um stjórnun fiskveiðilöggjafarinnar. Þar kemur fram, sem margoft hefur verið bent á, að réttur þegnanna til ákvörðunartöku sé jafnhár.

Fylgjum réttlæti Lárusi Þórarinssyni:

Í REYKJAVÍKURBRÉFI Morgunblaðsins 10. nóv. sl. er m.a. rætt um lagfæringu á lögum um stjórnun fiskveiðilöggjafarinnar. Þar kemur fram, sem margoft hefur verið bent á, að réttur þegnanna til ákvörðunartöku sé jafnhár. Að auðsöfnun í skjóli ranglætis geti aldrei orðið undirstaða þeirrar framtíðar sem við óskum þjóðinni til handa, m.ö.o. að hún tæki ákvörðun um fyrirkomulag þessara mála í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Virðum rétt þjóðarinnar. Fylgjum stefnu réttlætis með þjóðaratkvæðagreiðslu.

LÁRUS ÞÓRARINSSON,

Rauðhömrum 14, Reykjavík.