dagbok nr. 62,7 laugardagur 14. desember, 349. dagur ársins 1996. Lúsíumessa. Orð dagsins: Sýnið hver öðrum bróðurkærleika og ástúð, og verið hver yðar fyrri til að veita öðrum virðing. (Rómv. 12, 10.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Í gær kom Bjarni Sæmundsson...

dagbok nr. 62,7

laugardagur 14. desember, 349. dagur ársins 1996. Lúsíumessa. Orð dagsins: Sýnið hver öðrum bróðurkærleika og ástúð, og verið hver yðar fyrri til að veita öðrum virðing. (Rómv. 12, 10.) Skipin

Reykjavíkurhöfn: Í gær kom Bjarni Sæmundsson úr leiðangri. Kyndill kom og fór samdægurs. Þá fóru Arnarfell, Eldborg og Dalaröst. Stapafell er væntanlegur í dag.

Hafnarfjarðarhöfn: Í gær komu til hafnar flutningaskipin Constansa og Nevsky.

Fréttir

Bókatíðindi 1996. Númer laugardagsins 14. desember er 82472.

Félag einstæðra foreldra er með flóamarkað alla laugardaga kl. 14-17 í Skeljanesi 6, Skerjafirði.

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur er með fataúthlutun og flóamarkað á Sólvallagötu 48 frá kl. 14-18 alla miðvikudaga til jóla. Skrifstofan Njálsgata 3, er opin alla virka daga kl. 14-18 til jóla. Póstgíró er 36600-5.

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs verður með fataúthlutun nk. þriðjudag kl. 17-19 í Hamraborg 7, 2. hæð.

Silfurlínan, s. 561-6262 er síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borgara alla virka daga frá kl. 16-18.

Frímerki. Kristniboðssambandið þiggur með þökkum notuð frímerki, innlend og útlend; einnig frímerkt, árituð umslög; umslög úr ábyrgðarpósti o.s.frv. Frímerkjunum er veitt viðtaka á Holtavegi 28 (húsi KFUM og K gengt Langholtsskóla) kl. 10-17 og hjá Jóni O. Guðmundssyni, Glerárgötu 1, Akureyri.

Mannamót

Félag eldri borgara í Rvík. og nágrenni. Jólavaka verður í Risinu kl. 20 í kvöld. Stjórnandi er Pétur H. Ólafsson, sr. Sigurbjörn Einarsson flytur jólahugvekju, fjöldasöngur, gamansögur og ljóð. Allir velkomnir.

Félag eldri borgara í Hafnarfirði heldur jólafund sinn í dag kl. 14 í Skútunni, Dalshrauni 15. Jólahlaðborð, happdrætti o.fl.

Félag eldri borgara á Selfossi heldur sína árlegu jólaskemmtun á Hótel Selfossi á morgun sunnudag sem hefst kl. 14. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá, kaffihlaðborð og dans. Miðapantanir í s. 482-1885. Allir velkomnir.

Húmanistahreyfingin stendur fyrir "jákvæðu stundinni" alla þriðjudaga kl. 20-21 í hverfismiðstöð húmanista, Blönduhlíð 35, (gengið inn frá Stakkahlíð). Breiðfirðingafélagið heldur aðventudag fjölskyldunnar á morgun sunnudag kl. 14.30 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.

SÁÁ, félagsvist. Félagsvist spiluð í kvöld kl. 20 á Úlfaldanum og Mýflugunni, Ármúla 40 og eru allir velkomnir. Paravist á mánudögum kl. 20.

Húnvetningafélagið. Í dag kl. 14 verður spiluð síðasta félagsvistin fyrir jól í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14 og eru allir velkomnir.

Bahá'ar eru með opið hús í kvöld í Álfabakka 12 kl. 20.30. Allir velkomnir.

Kirkjustarf

Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir unglinga í kvöld kl. 21.

Kefas, Dalvegi 24, Kópavogi. Almenn samkoma í dag kl. 14 og eru allir velkomnir.

Landakirkja. Opinn fundur hjá sjálfshjálparhópi um sorg í safnaðarheimili kl. 18 í dag. Sigtryggur Þrastarson talar. Allir syrgjendur velkomnir. Jólafundur KFUM og K Landakirkju kl. 20.30.