Bókmenntakvöld á Hvammstanga Hvammstanga - Nú í mesta skammdeginu munu nokkrir listamenn sækja Vestur­Húnvetninga heim. Þrír höfundar nýrra bóka munu lesa úr bókum sínum á Selinu á Hvammstanga mánudagskvöldið 16. desember kl. 21.

Bókmenntakvöld á Hvammstanga Hvammstanga - Nú í mesta skammdeginu munu nokkrir listamenn sækja Vestur­Húnvetninga heim. Þrír höfundar nýrra bóka munu lesa úr bókum sínum á Selinu á Hvammstanga mánudagskvöldið 16. desember kl. 21. Bjarni Bjarnason les úr bók sinni, Endurkoma Maríu, en sú bók hefur verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Sumarliði Ísleifsson les úr bókinni Ísland, framandi land, og er fróðlegt að heyra viðhorf útlendinga gagnvart Íslandi og Íslendingum um aldir. Þórarinn Eldjárn les úr bókinni Brotahöfuð, en aðalsögupersóna þeirrar bókar var Miðfirðingur, sem uppi var á miðöldum.

Þessi tilbreyting er óvenjuleg hér í héraði og er afar áhugaverður atburður.