Heilsugæslustöðin í Ólafsvík 10 ára Ólafsvík - Heilsugæslustöðin í Ólafsvík á 10 ára afmæli um þessar mundir en hún var vígð 5. desember 1986.

Heilsugæslustöðin í Ólafsvík 10 ára Ólafsvík - Heilsugæslustöðin í Ólafsvík á 10 ára afmæli um þessar mundir en hún var vígð 5. desember 1986. Í tilefni þess bauð starfsfólk stöðvarinnar upp á opið hús, þar sem fólk gat skoðað húsnæðið og gætt sér á kaffi og piparkökum. Ennfremur bauð starfsfólk heilsugæslustöðvarinnar upp á blóðþrýstings- og kólesterólmælingu. Milli 70 og 80 manns létu mæla bæði blóðþrýsting og kólesteról. Nokkrir mældust með of mikið af öðru hvoru og fá væntanlega meðhöndlun eftir því.

Starfsmenn stöðvarinnar gættu barnanna á meðan mæling fór fram á foreldrum.

Einnig gafst fólki kostur á að skoða sjúkrabílana inni í bílskýli sem vígt var í febrúar sl.

Morgunblaðið/Guðlaugur Wium

STARFSFÓLK Heilsugæslustöðvarinnar að loknum annasömum degi.