Hegðar sér djöfullega ÞAÐ FER vel á með leikurunum góðkunnu Al Pacino og Keanu Reeves á þessari mynd en þarna eru þeir að leika í kvikmyndinni "Devil's Advocate", sem er spennumynd sem verið er að taka í New York.

Hegðar sér djöfullega

ÞAÐ FER vel á með leikurunum góðkunnu Al Pacino og Keanu Reeves á þessari mynd en þarna eru þeir að leika í kvikmyndinni "Devil's Advocate", sem er spennumynd sem verið er að taka í New York. Reeves leikur þar ungan lögmann sem kemst að því að yfirmaður hans, Pacino, sýnir djöfullega hegðun.