Karlahlaðborð í Hlégarði HLÉGARÐUR í Mosfellsbæ hefur um árabil boðið upp á jólahlaðborð fyrir karlmenn bæjarins annan laugardag í jólaföstu.

Karlahlaðborð í Hlégarði

HLÉGARÐUR í Mosfellsbæ hefur um árabil boðið upp á jólahlaðborð fyrir karlmenn bæjarins annan laugardag í jólaföstu. Upp úr hádegi á laugardag þyrptust um hundrað mosfellskir karlmenn í Hlégarð til að seðja hungur sitt og skemmta sér við söng Diddúar, töfrabrögð Skara Skrípó og ræðumennsku Guðna Ágústssonar alþingismanns.

Veislustjóri var Páll Helgason kórstjóri með meiru. Góður rómur var gerður að skemmtikröftunum og maturinn að venju góður hjá Vigni vert í Hlégarði.

Morgunblaðið/Valdimar

MEÐAL gesta voru Davíð Sigurðsson, Ásbjörn Þorvaldsson, Ólafur Ásmundsson, Jóhann S. Björnsson og Þorbjörn V. Jóhannsson.

SKARI Skrípó sýndi stórkostleg töfrabrögð en virkjaði einnig matargesti í leikinn og hér lætur hann Egil Kristjánsson leika skemmtilegar hundakúnstir.