Ymur á ítölsku kvöldi KVENNAKÓR Akraness, Ymur, hélt söngskemmtun á ítölsku kvöldi á veitingastaðnum Barbró á Akranesi nýlega við góðar undirtektir viðstaddra en dagskráin samanstóð að mestu af ítölskum lögum.

Ymur á ítölsku kvöldi

KVENNAKÓR Akraness, Ymur, hélt söngskemmtun á ítölsku kvöldi á veitingastaðnum Barbró á Akranesi nýlega við góðar undirtektir viðstaddra en dagskráin samanstóð að mestu af ítölskum lögum. Kórinn var stofnaður á síðasta ári og í honum eru um 60 konur á öllum aldri. Stjórnandi hans er Dóra Líndal Hjartardóttir.

Jólatónleikar kórsins verða haldnir í Grundaskóla á Akranesi næstkomandi sunnudag og hefjast þeir klukkan 17 en þar koma einnig fram Kór eldri borgara á Akranesi og Skólakór Akraness.

KÓRINN á sviðinu í Barbró. Kristín Steinsdóttir kynnti lögin, en hún er einnig meðlimur í kórnum.