Árás gerð á Ísrael Kiryat Shmona. Reuter. NOKKRUM flugskeytum var skotið á norðurhluta Ísraels í gær en ekki var vitað um mannfall eða eignatjón, að sögn ísraelska hersins.

Árás gerð á Ísrael Kiryat Shmona. Reuter.

NOKKRUM flugskeytum var skotið á norðurhluta Ísraels í gær en ekki var vitað um mannfall eða eignatjón, að sögn ísraelska hersins.

Þetta er í fyrsta sinn sem slík árás er gerð á svæðið frá því að vopnahléssamkomulag fyrir milligöngu Sameinuðu þjóðanna batt enda á 17 daga árásir Ísraela á Hizbollah-skæruliða í Líbanon í mars. Hizbollah-hreyfingin kvaðst ekki hafa skotið flugskeytum í gær.