Eva Klonowski réttarmannfræðingur Faglegt mat réð INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra segist fullviss um að faglegt mat hafi ráðið því að staða Evu Klonowski réttarmannfræðings við Landspítalann var lögð niður, en ekki mismunun vegna erlends uppruna...

Eva Klonowski réttarmannfræðingur Faglegt mat réð

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra segist fullviss um að faglegt mat hafi ráðið því að staða Evu Klonowski réttarmannfræðings við Landspítalann var lögð niður, en ekki mismunun vegna erlends uppruna hennar. "Okkur barst bréf Carls Bildt á miðvikudag og við munum ræða málið við stjórn Ríkisspítalanna og fá upplýsingar um hvaða þörf er fyrir störf hennar. Hún hefur fengið launalaust leyfi eins lengi og leyfilegt er og eftir því sem ég best veit er hún nú á biðlaunum. Ákvörðun um málið verður tekin eftir áramót."