FÓLK Ari Páll ráðinn forstöðumaður málstöðvarinnar ARI Páll Kristinsson málfræðingur, sérfræðingur hjá Íslenskri málstöð, hefur verið ráðinn til að gegna starfi forstöðumanns málstöðvarinnar til þriggja ára.

FÓLK Ari Páll ráðinn forstöðumaður málstöðvarinnar ARI Páll Kristinsson málfræðingur, sérfræðingur hjá Íslenskri málstöð, hefur verið ráðinn til að gegna starfi forstöðumanns málstöðvarinnar til þriggja ára. Íslensk málstöð er skrifstofa Íslenskrar málnefndar og miðstöð þeirrar starfsemi sem nefndin hefur með höndum. Í þessu felst m.a. að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um íslenskt mál og veita opinberum stofnunum og almenningi leiðbeiningar um málfarsleg efni.

Ari Páll Kristinsson (f. 1960) lauk cand. mag. prófi í íslenskri málfræði 1987. Hann hefur m.a. kennt við Háskóla Íslands, gegnt stöðu sérfræðings í íslenskri málfræði við Íslenska málstöð og verið málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins.

Ari Páll er kvæntur Sigrúnu Þorgeirsdóttur málfræðingi og eiga þau fjögur börn.

Ari Páll

Kristinsson