Könnun Gallup Flestir ánægðir með Halldór LITLAR breytingar hafa orðið á ánægju fólks með störf ráðherra Framsóknarflokksins síðan í vor, samkvæmt skoðanakönnun Gallup.

Könnun Gallup Flestir ánægðir með Halldór

LITLAR breytingar hafa orðið á ánægju fólks með störf ráðherra Framsóknarflokksins síðan í vor, samkvæmt skoðanakönnun Gallup. Mesta breytingin er að þeir sem eru ánægðir með störf Guðmundar Bjarnasonar fara úr 37% frá því í maí sl. í 32,7% í nóvember.

Úrtak könnunarinnar var 1.250 manns af öllu landinu á aldrinum 15­75 ára og svöruðu 75,4%. Fram kemur að fólk er ánægðast með störf Halldórs Ásgrímssonar eða 69,3%, en það er hæsta hlutfall allra ráðherra í ríkisstjórn. Minnst er ánægjan með störf Ingibjargar Pálmadóttur eða 21,5% og er það lægsta hlutfall allra ráðherra. 45,6% eru ánægðir með störf Finns Ingólfssonar og 33,6% eru ánægðir með störf Páls Péturssonar.

Ánægðir með störf ráðherra Framsóknarflokksins eru rúmlega 40% en 44% eru ánægð með störf ráðherra Sjálfstæðisflokksins.